Upplifun á Tríkot og Lúðró

Á laugardaginn voru þriðju og jafnframt síðustu tónleikar Tríkot og Lúðró. Tónleikarnir hafa verið haldnir árlega síðan 2008 og bara orðið betri á milli ára. Alls voru 75 tónlistarmenn sem tóku þátt í tónleikunum, sem voru þeir bestu af þeim þremur. Það sem gerði kvöldið ógleymanlegt var auðvitað frábær flutningur þar sem ekki var slegin […]

Gagnsæi �?? hvað þýðir það?

Til að við getum tekið þátt í að móta samfélagið okkar þurfum við að vita hvað er að gerast. Við þurf­um að vita hvað bæjarstjórnin er að brasa svo við höfum tækifæri til að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Gagnsæ stjórnsýsla snýst um það. Hún snýst um að miðla upplýsingum og opna […]

Aukin áhrif bæjarbúa

Flest okkar telja lýðræðið eitt það mikilvægasta sem við eigum og jafnan tölum við oftast um það sem eðlilegan og sjálfsagðan þátt í daglegu lífi. En ef betur er að gætt er lýðræðið ekkert sjálfgefið og við þurfum ætíð að vera á verði, ef við eigum ekki að glata þessum dýrmætu réttindum okkar. Þess vegna […]

Blásarajass á hvítasunnu

Það verður lúðrablástur sem ein­kennir Daga lita og tóna um hvítasunnuna að þessu sinni en þetta er í 20. sinn sem þessi jasshátíð er haldin. Allir helstu stórblásarar íslenska jassheimsins mæta og laug­ardagskvöldið verður nær alfarið í umsjá blásara. Þar stígur fyrst á svið sveit sem heitir því forvitnilega nafni Pönk­lúðrasveit íslenska lýðveldisins og flytur […]

Aðstoða íbúa í Vestmannaeyjum við hreinsunarstörf

Í ljósi þess mikla öskufalls sem orðið hefur í Vestmannaeyjum hefur Björgunarfélagið ákveðið að aðstoða bæjarbúa í hreinsun. Viljum við biðja fólk sem ekki hefur getu eða heilsu til að þrífa húsþök sín og smúla stéttir að hafa samband við okkur, við munum sinna því eftir okkar bestu getu. Skráning verka í síma 865-9320. (meira…)

Kallað eftir sjálfboðaliðum til að hreinsa útisvæðið

Nú er hreinsunarstarf að hefjast af krafti í Vestmannaeyjum en ekkert öskufall hefur verið í Eyjum í um það bil sólarhring. Öskufjúk gerði Eyjamönnum lífið leitt í gær en það hafði í för með sér að hluti öskunnar fauk á haf út. Margir eru nú úti við með kústa, skóflur og garðslöngur að hreinsa nánasta […]

Eyjamenn flytja liðið sitt á höfuðborgarsvæðið

Eldgosið í Eyjafjallajökkli hefur áhrif á keppnistímabil ÍBV eins og annara íbúa í kringum gosstöðvarnar. Vegna öskufallsins undanfarið í Vestmannaeyjabæ, hefur knattspyrnuráð ÍBV farið þess á leit við atvinnurekendur í bænum að leikmenn liðsins fái að fara til Reykjavíkur og æfa þar alla næstu viku, þar sem ekki er útlit fyrir að hægt verði að […]

Tríkot og Lúðró í kvöld

Eftir tæpa klukkustund opnar Höllin en þar munu í kvöld fara fram stórtónleikar stuðbandsins Tríkot og Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Húsið opnar semsagt klukkan 20.00 og er enn hægt að nálgast miða en aðeins örfá sæti eru eftir. Forsala miða fór fram úr björtustu vonum aðstandenda tónleikanna en um 500 miðar seldust í forsölu og ætla Eyjamenn […]

Næst stærsta fimleikamót Íslands haldið í skugga öskufalls

Þessa stundina fer fram næst stærsta fimleikamót sem haldið hefur verið hér á landi. Mótið er haldið í skugga mikils öskufalls frá eldgosinu í Eyjafjallajökli en engu að síður hefur mótið gengið eins og í sögu. Tvö lið komust þó ekki til keppni, frá Egilsstöðum og Akureyri en bæði félögin ætluðu að fljúga til Eyja. […]

Ekki líklegt að nýja útisvæðið opni á næstunni

Eins og gefur að skilja hefur öskufallið í Vestmannaeyjum haft margvísleg áhrif á samfélagið. Í síðustu viku var nýtt og glæsilegt útisvæði við Sundlaug Vestmannaeyja opnað en það var ekki opið nema í sex daga áður en því var lokað aftur vegna öskunnar. Svæðið allt er þakið svartri ösku og ljóst að Eyjamenn eða gestir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.