Valsmenn stefna á flug til Eyja á morgun

Valsmenn gera ráð fyrir því að geta flogið til Vestmannaeyja á morgun en þeir leika þar gegn ÍBV í Pepsideild karla í fótbolta klukkan 16. Að öðrum kosti sigla þeir með Herjólfi. Valsmenn ætla að fara með hluta hópsins í flugi frá Reykjavík og hluta frá Bakkaflugvelli í Landeyjum. Ef aska frá eldgosinu í Eyjafjallajökli […]

Fékk kosningarétt sama daginn og honum gafst tækifæri á að gera grín að stjórnmálamönnum

Kristinn Pálsson, ungur Eyjamaður hefur verið ráðinn annar af tveimur skopmyndateiknurum Morgunblaðsins. Kristinn, sem er aðeins 18 ára gamall, fetar þannig í fótspor annars Eyjamanns en Sigmund teiknaði myndir í Morgunblaðið um áratugaskeið. Morgunblaðið hélt samkeppni um það hver ætti að teikna myndirnar og urðu þeir Kristinn og Helgi Sigurðsson hlutskarpastir. (meira…)

Arnór bakari og Vinaminni kaffihús opna í Baldurshaga í sumar

Arnór Bakari mun opna kaffihúsið Vinaminni í verslunar- og íbúðarhúsinu við Baldurshaga í sumar. Samningar þess efnis voru undirritaðir milli Baksturs og veislu ehf (Arnór Bakari) og Reglubrautar ehf. 5. maí síðastliðinn. Kaffihúsið verður sjálfstæð eining en Arnór Bakari mun flytja verslun sína niður í Baldurshaga og opna samhliða henni kaffihúsið Vinaminni en áfram verður […]

Nýr leikmaður ÍBV var á óskalista Arsenal og Man Utd

James Hurst, sem gekk til liðs við ÍBV á dögunum á láni frá Portsmouth var eftirsóttur af stórliðum fyrir tveimur árum. Hurst, sem er fæddur 1992, er bakvörður að upplagi og lék með West Bromwich Albions áður en Arsenal, Aston Villa, Manchester United og Portsmouth höfðu áhuga á að fá þennan unga leikmann. (meira…)

�?ljós niðurstaða eftir fund með samgönguráðherra

Þingmenn Suðurkjördæmis funduðu í dag með Kristjáni Möller, samgönguráðherra um málefni Landeyjarhafnar og Herjólfs. Á fundinum var rætt um mögulega fjölgun ferða, þá sérstaklega að bæta við morgunferðum við vetraráætlun. Eygló Harðardóttir, þingmaður sagði að þingmannahópurinn hafi beðið töluvert lengi eftir þessum fundi en því miður væri niðurstaða fundarins óljós. (meira…)

KFS hafði betur gegn Birninum

KFS hafði betur gegn Birninum í 1. umferð Vísabikarkeppninnar en liðin áttust við í blíðunni á Helgafellsvellinum. Leikurinn var jafn og spennandi, Einar Kristinn Kárason kom KFS yfir á 7. mínútu með glæsilegu marki en gestirnir jöfnuðu hálftíma síðar. Páll Þorvaldur Hjarðar tryggði svo sínu liði sigurinn með skallamarki og þar við sat. Lokatölur 2:1 […]

Margrét Lára skoraði í bikarnum

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad í dag þegar liðið vann Stattena á útivelli, 4:0, í 16-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Kristianstad var ekki í vandræðum gegn liði Stattena en félögin voru í harðri fallbaráttu í úrvalsdeildinni í fyrra og því lauk með því að Stattena féll. (meira…)

Frábær árangur á könn­un­arprófum

Samkvæmt skýrslu Námsmats­stofn­unar um samræmd könn­unar­próf haustið 2009 í 4. 7. og 10. bekk var árangur nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja mjög góður. Þetta kom fram á fundi fræðslu- og menn­ingarráðs þar sem fræðslu­fulltrúi kynnti helstu niðurstöður. Þar segir að nem­end­ur í 4. bekk 2009 til 2010 hafi náð frá­bærum árangri í stærð­fræði og góðum árangri […]

Sjúkraflug frá Akureyri

Flugmálastjórn Íslands afturkallaði flugrekstararleyfi Flugfélags Vestmannaeyja þann 27. apríl þar sem félagið uppfyllti ekki kröfur reglugerðar um fjármál flugfélaga. Sjúkratryggingar Íslands hafa gengið frá tímabundnu samkomulagi við Mýflug vegna sjúkraflugs á Vestmannaeyjasvæði og sagt upp samningi við Flugfélag Vestmanneyja. (meira…)

KFS spilar í bikarnum í dag

KFS leikur sinn fyrsta leik í sumar í dag, fimmtudag. Liðið tekur þá á móti utandeildarliðinu Birninum í 1. umferð Visa-bikarkeppninnar. Leikurinn hefst á frekar óvenju­legum tíma, eða klukkan 12.00. Það er gert svo að Bjarnarmenn hafi möguleika á að ná seinni ferð Herjólfs eftir leik. Leikurinn mun fara fram á settum tíma þar sem […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.