�??Eyjan okkar�?? færð

Stórsýningin „Eyjan okkar 2010“ sem halda átti dagana 21.-22. maí næstkomandi, hefur verið færð á goslokahelgina og verður hún haldin dagana 2.-4. júlí. Þetta er gert til að gefa fleirum kost á að sjá og upplifa það sem Eyjar og sveitafélögin hér í kringum eyjaklasann hafa uppá að bjóða. Gert er ráð fyrir gríðarlegum fjölda […]
Eyjafjallajökull orðinn svartur

Fjallasýn Eyjamanna hefur tekið róttækum breytingum til norðurs. Þar sem áður var fagur Eyjafjallajökull, er nú aðeins sótsvart eldfjall og engu líkara en jökulinn sé horfinn. Aska liggur yfir öllum jöklinum en Óskar Pétur Friðriksson tók nokkrar myndir þegar létti til síðdegis í gær. Annars hafa Eyjamenn ekki haft mörg tækifæri undanfarna daga til að […]
Stórt bjarg hrunið úr Bjarnarey

Í gær kom í ljós að stórt bjarg hefur hrunið úr Bjarnarey og í sjó fram. Bjargið var á norð-austurhluta eyjunnar eða þar sem gat var í berginu. Hægt var að sjá í gegnum gatið en jarðvegur eftir hrunið hefur nú lokað gatinu að miklu leyti. „Þetta hafði bara nýskeð þegar við vorum þarna í […]
Félagsmálaráðherra með borgarafund í Kiwanis í kvöld

Skuldastaða heimilanna, aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að létta greiðslubyrði og fyrirhugaðar leiðréttingar á höfuðstóli erlendra bílalána eru á meðal þess sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra kynnir Eyjamönnum á borgarafundi í Kiwanishúsinu í Vestmannaeyjum miðvikudagskvöldið 5. maí klukkan 20:30-22:00. Í upphafi fundar flytur ráðherra stutta kynningu þar sem lausnir á skuldavanda fólks eru settar fram á einfaldan […]
Til að treysta stjórnvöldum

Fátt spillir ráðamönnum jafn mikið og þegar þeim finnst það sjálfsagt að þeir ráði. Við sem þjóð verðum að hætta að hugsa um framsal valds okkar sem sjálfsagðan hlut og skoða upp á nýtt hvaða leikreglur þurfa að vera til staðar til að við getum treyst handhöfum okkar valds til að misfara ekki með það. […]
Opinn framboðsfundur í Höllinni 18. maí

Sunnlenska útvarpsstöðin Suðurland FM 96,3 verður á faraldsfæti í maí og mun verða með framboðsfundi í beinni útsendingu síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar. Alls verða fundirnir sex talsins og verður útvarpað beint frá hverju bæjarfélagi þann dag sem fundurinn er. Rætt verður við forystumenn flokkanna og farið yfir þau mál sem helst brenna á heimamönnum. […]
2.-3. sæti niðurstaðan hjá fótboltastelpunum

Fótboltastelpurnar spiluðu tvo leiki um helgina í Lengjubikarnum. Á föstudagskvöld spiluðu þær gegn FH. Okkar stelpur voru 1-0 yfir í hálfleik með marki frá Kristínu Ernu Sigurlásdóttur eftir glæsilegan undirbúning frá Lerato. Okkar stelpur sofnuðu heldur betur á verðinun í seinni hálfleik og fengu á sig 3.mörk á 10 mínútna kafla. Lokatölur því 3-1 fyrir […]
Hjónaband samkynhneigðra er aðför að íslenskri tungu!

Samþykkt nýrra hjúskaparlaga er aðför að íslenskri tungu og þeir prestar og þingmenn sem það samþykkja þurfa að leita sér endurhæfingar vegna þess siðferðisbrests sem þeir hafa orðið uppvísir að. Þetta segir safnaðarhirðir Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri, Snorri Óskarsson. (meira…)
Frjálslyndir bjóða ekki fram

Eins og fram hefur komið hafa Frjálslyndir skoðað möguleika á framboði til bæjastjórnarkosninga í Vestmannaeyjum 29. mai nk. Það kom strax fram hjá okkar fólki að æskilegast væri að Frjálslyndir byðu fram sér, við höfum átt í viðræðum við fólk og flokka og skoðað þá ýmsu möguleika sem upp hafa komið. En það er mat […]
Nýtt tjaldstæði á bráðabirgðasvæði

Vestmannaeyjabær undirbýr framkvæmdir við nýtt tjaldstæði á bráðabirgðasvæði eftir að yfir 60 íbúar mótmæltu hugmyndum um stækkun tjaldstæðisins. Íbúarnir kvarta yfir ónæði, jarðraski og eyðileggingu varplands mófugla. Gunnlaugur Grettisson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir brýnt að koma upp nýjum tjaldstæðum fyrir sumarið í ljósi samgöngubreytinga með tilkomu Landeyjahafnar. (meira…)