Fátt spillir ráðamönnum jafn mikið og þegar þeim finnst það sjálfsagt að þeir ráði. Við sem þjóð verðum að hætta að hugsa um framsal valds okkar sem sjálfsagðan hlut og skoða upp á nýtt hvaða leikreglur þurfa að vera til staðar til að við getum treyst handhöfum okkar valds til að misfara ekki með það. Lög og reglur duga skammt ef valdhafar geta breytt þeim sjálfir. Við þurfum því nýja stjórnarskrá sem tekur aðeins breytingum með þjóðaratkvæðagreiðslum.