Eyjamenn mæta Fram á útivelli í fyrsta leik

Nú liggur endanlegt leikjaplan fyrir í úrvalsdeild karla í knattspyrnu. ÍBV byrjar á útivelli í 1. umferð þegar liðið sækir Fram heim á Laugardalsvöll en þessi sömu lið áttust einmitt við á sama vellinum í 1. umferð í fyrra. Þá höfðu Framarar betur en Eyjamenn hafa sjaldan byrjað tímabilið jafn illa og í fyrra. Í […]

�?ska eftir tilboðum í rekstur upplýsingamiðstöð ferðamanna

Bæjarráð fól bæjarstjóra að óska tafarlaust eftir tilboðum í rekstur upplýsingamiðstöð ferðamanna, Tourist information. Bæjarráð fjallaði um rekstur miðstöðvarinnar fyrir sumarið 2010 og í ljósi þess að það stefnir í gott ferðasumar, ekki síst eftir að Herjólfur hefur siglingar í Landeyjahöfn, telur bæjarráð afar brýnt að efla þjónustu upplýsingamiðstöðvar. Bæjarráð telur eðlilegt að gerð verði […]

Vortónleikar Skólalúðrasveitarinnar haldnir á miðvikudag

Miðvikudaginn 28.apríl verða vortónleikar Skólalúðrasveitarinnar í Vestmannaeyjum haldnir í bæjarleikhúsinu. Tónleikarnir hefjast kl.20:00 og má þar hlýða á yngri og eldri deild sveitarinnar flytja nokkur lög. Lúðrasveitarstarf í Vestmannaeyjum er með líflegasta móti og komast önnur bæjarfélög á Íslandi varla með tærnar þar sem við höfum hælana í þeim efnum. Því má að stóru leyti […]

Diskóvika 2010 hafin í Eyjum

Nú er hafin diskovika Eyjanna 2010 sem endar með risadiskóballi uppí Höll á Laugardaginn. Forsala er hafin á Volcano Café og kostar miðinn þar 1500 kr en Hallarmenn hafa ákveðið að frá og með 1. maí mun miðaverð lækka á dansleiki í Höllinni niður í 2000 kr. í hurðinni. Þetta viljum við gera til að […]

Höldum hreinsunardaginn undir Eyjafjöllum

Árlegur hreinsunardagur verður í Vestmannaeyjum næstkomandi laugardag, 1. maí. Bæjarstjórn hefur lýst yfir vilja sínum til að aðstoða nágranna okkar undir Eyjafjöllum eins og frekast er unnt. Því legg ég til að hreinsunardagurinn verði haldinn undir Eyjafjöllunum og að Eyjamenn leggi þannig nágrönnum sínum lið í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. (meira…)

Sigurður Ari með níu í stórsigri Elverum

Elverum tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum í úrslitakeppni norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með stórsigri á BSK/NIF, 44-21. Sigurður Ari Stefánsson var markahæstur í liði Elverum með níu mörk. Á föstudaginn mættust liðin í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum og þá vann BSK/NIF óvæntan sigur, 33-32. (meira…)

Vængbrotnir Eyjamenn áttu ekki möguleika

ÍBV féll úr leik í baráttunni um sæti í úrvalsdeild næsta vetur þegar liðið tapaði fyrir Aftureldingu í dag. Lokatölur urðu 23:30 en Mosfellingar höfðu yfirhöndina allan tímann og áttu sigurinn skilið. Mikil meiðsli hrjáðu Eyjaliðið og þurfti m.a. Svavar Vignisson, þjálfari liðsins að taka fram skóna úr hillunni. En vængbrotnir áttu Eyjamenn ekki möguleika […]

Eyjamenn taka á móti Aftureldingu í dag

ÍBV tekur á móti Aftureldingu í annarri umferð umspilsins um laust sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Fyrri leik liðanna lyktaði með sigri Aftureldingar, 32:26 en leikurinn fór fram í Mosfellsbæ. Tvo sigra þarf til að komast áfram og því eru Eyjamenn með bakið upp við vegg, ekkert nema sigur kemur til greina. Leikmenn ÍBV skora […]

Eyjamenn höfðu betur í sandkassaleiknum

Úrvalsdeildarlið ÍBV í knattspyrnu tók á móti 1. deildarliði HK á malarvellinum í dag. Aðstæður voru vægast sagt hörmulegar, bæði er völlurinn handónýtur auk þess sem blés hressilega í Eyjum í dag og hitastigið var frekar lágt. Ofan á allt saman þurftu leikmenn að glíma við sandrok á vellinum. Engu að síður reyndu leikmenn beggja […]

Sátu föst í Svíþjóð vegna gossins

Tuttugu nemendur og tveir kennarar FÍV komust ekki heim til Íslands á tilsettum tíma þar sem flugsam­göngur röskuðust vegna eldgossins í Eyjafjalajökli. Hópurinn lagði upp í ferð til Eskilstuna í Svíþjóð mánu­daginn 12. apríl og átti að fljúga heim á laugardaginn en tafðist um tvo sólarhringa og komst heim með flugi á mánudag. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.