Toyota sýnir fjórar nýjar tegundir

Toyota umboðið verður með bílasýningu næsta laugardag þar sem nýjustu bílarnir verða til sýnis og sölu. Sýningin verður við húsnæði Nethamars að Flötum og ætti enginn bílaáhugamaður að láta hana framhjá sér fara. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, var spurður út í sýninguna og hvað yrði í boði á laugardag. (meira…)

Kveðjuleikur malarvallarins?

Karlalið ÍBV í knattspyrnu leikur í dag æfingaleik gegn HK. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á Helgafellsvelli en vegna kuldakastsins síðustu daga, er völlurinn ekki tilbúinn eins og stefndi í. Leikurinn fer því fram á malarvellinum og verður væntanlega kveðjuleikurinn á þeim merka knattspyrnuvelli enda heyrir það til undantekninga að lið æfi og spili […]

Eyjamenn komnir með bakið upp við vegg

Karlalið ÍBV tapaði fyrstu viðureigninni í undanúrslitum umspilskeppninnar um eitt laust sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Liðið mætti Aftureldingu í Mosfellsbæ í kvöld og lokatölur urðu 31:26 fyrir heimamönnum. Eyjamenn voru yfir í hálfleik 12:13 en afar slæmur kafli um miðjan seinni hálfleik gerði það að verkum að í sundur dró með liðunum og heimamenn […]

Tríkot og Lúðró 15. maí

Þann 15. maí næstkomandi munu Tríkot liðar ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja blása til stórtónleika eins og þeir gert hafa undan farin tvö ár í Höllinni í Vestmannaeyjum. Þetta munu vera þriðju og síðustu tónleikarnir í bili. Síðustu tveir tónleikar hafa heppnast vonum framar og var uppselt á þá báða. Tónleikarnir verða með sama sniðu og verið […]

Leikur ÍBV og Aftureldingar í beinni á netinu

Í kvöld mætir ÍBV liði Aftureldingu í Mosfellsbæ í fyrstu umferð undanúrslita í umspili um laust sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Eyjamenn bíða spenntir eftir heimaleiknum sem verður á sunnudaginn klukkan 13.30 en þeir sem ekki komast á leikinn í Mosfellsbæ, geta nú sest fyrir framan tölvuskjáinn og horft á leikinn í beinni á www.sporttv.is […]

Buff mætir á �?jóðhátíð 2010

Stuðsveitin Buff er fyrsta hljómsveitin sem kynnt er til leiks fyrir Þjóðhátíð 2010. Sveitin mun spila á hátíðinni en Þjóðhátíðarnefnd er á fullu að setja saman þétta dagskrá og á næstu dögum og vikum munu koma fleiri fréttir af skemmtikröftum. Buff mun koma fram á aðfaranótt sunnudagsins og einnig á kvöldvöku sunnudagskvöldsins. (meira…)

Jóna Heiða Bæjarlistamaður ársins 2010

Jóna Heiða Sigurlásdóttir var í gær útnefndur Bæjarlistamaður Vestmannaeyja fyrir árið 2010 en útnefningin fór fram í sal Listaskóla Vestmannaeyja. Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs afhenti verðlaunin fyrir hönd fræðslu og menningarráðs Vestmannaeyja og þakkaði um leið Sigurfinni Sigurfinnssyni, sem var Bæjarlistamaður 2009. (meira…)

Allir geta eitthvað – enginn getur allt

Til að hafa áhrif þarf að taka þátt. Á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum er fjölbreyttur hópur fólks sem býður fram krafta sína til bæjarmálanna. Öll höfum við eitthvað fram að færa og bætum hvert annað upp. Við tilheyrum fjölskyldum, eignumst vini og samstarfsfólk og veljum okkur leiðir í lífinu sem samtvinnast lífi annars fólks sem […]

Stefnum á að komast upp

Karlalið ÍBV hefur leik á morgun, föstudag. í umspilskeppni um eitt laust sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Eyjamenn mæta Aftur­eldingu og fer fyrsti leikurinn fram í Mosfellsbæ. Í hinni viðureigninni mætast Grótta, sem lék í úrvalsdeild í vetur. og Víkingur, sem hafnaði í fjórða sæti í 1. deild. Sigurvegarar viðureignanna tveggja mætast svo í hreinum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.