Landaður afli á fiskmarkaði aldrei meiri en árið 2009

Umræða um lítið framboð á fiski á fiskmörkuðum hefur verið talsverð í vetur og hái fyrirtækjum sem eru í fiskvinnslu en ekki jafnframt í útgerð. Á heimasíðu Fiskmarkaðs Íslands er birtur samanburður yfir landaðan afla á fiskamarkaði til nokkurra ára. Þar má sjá að á árinu 2009 hefur sennilega aldrei áður verið landað jafn miklum […]
Komu með sexstrending á Fiskasafnið

Í gær komu Brynjólfur VE og Portlandið VE færandi hendi á Fiskasafnið, Portland VE var á dragnót út á Landeyjasandi, rétt fyrir utan Þykkvabæ. Þar náðust m.a. nokkrar flundrur og sexstrendingur. Þessar tegundir voru á mjög grunnu vatni eða frá 6 til 12 metra dýpi. (meira…)
Eyjakvöld á Kaffi Kró í kvöld

Eyjakvöldin á Kaffi Kró hafa verið afar vinsæl í vetur. Þau eru haldin fyrsta fimmtudagskvöld í hverjum mánuði og það eru Obbí-síí félagarnir sem standa fyrir þeim. – Í kvöld kl. 21 boða þeir til enn eins Eyjakvölds og eru búnir að bæta við nýjum/gömlum lögum eins og „Göllavísum“ og „Ó hvað ég var fullur […]
Lundar í Stórhöfða valið fallegasta frimerkið

Félagar í félagi frímerkjasafnara völdu nýlega, fallegasta frímerkið árið 2009. Var það gert með kosningu innan félagsins. Alls hlutu 9 frímerki atkvæði. Fallegasta frímerkið var valið mynd af lunda í Stórhöfða, með Eyjafjallajökul í baksýn. Var frímerkið tileinkað norrænu frímerkjasýningunni sem var í Hafnarfirði í fyrravor, samkvæmt tilkynningu frá félagi frímerkjasafnara. (meira…)
Reynsla úr atvinnulífinu nýttist vel

Fjórir af sjö nemendum, sem útskrifuðust frá Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins, komu frá Eyjum. Það voru þeir Arnar Richardsson, Brynjar Guðmundsson, Sigmar Gíslason og Valgarð Jónsson sem allir luku námi í útvegsrekstrarfræði og rekstrarfræði. Útskriftin var 23. janúar og útskrifuðust þeir frá tækniakademíu Tækniskólans. (meira…)
Dizo flutt á Heiðarveginn

Hárgreiðslustofan Dizo opnaði á nýjum stað í bænum á mánudaginn en stofan er nú til húsa á Heiðarvegi 6 eða þar sem fataverslunin Flamingo var áður til húsa. Dizo hefur síðustu misseri verið í eigu Hafdísar Ástþórsdóttur en Ásta Jóna Jónsdóttir keypti sig inn í fyrirtækið í tengslum við flutninginn en báðar eru þær fæddar […]
Framkvæmdir við knattspyrnuhús hafnar

Þá er bygging nýs knattspyrnuhúss kominn af stað. Það eru drengirnir frá Steina og Olla sem sjá um að koma húsinu upp, eftir að íslenska gámafélagið hefur lokið við jarðvegsvinnuna. Það mun klárast á næstu dögum. Stefnt er að því að húsið verði tilbúið næsta haust. (meira…)
Samningar undirritaðir vegna farþegahúss í Land-Eyjahöfn

Í gær var undirritaður samningur um byggingu farþegaaðstöðu fyrir Landeyjahöfn. Verktakar eru Sá verklausnir og samningsupphæðin er 91,8 m.kr. Verktaki stefnir að því að hefja vinnu 8. febrúar en verklok eiga að verða 20. júní.. (meira…)
Bíða meiri hrognafyllingar

Sjávarútvegsráðuneytið gaf út 130 þúsund tonna heildarkvóta í loðnu og þar af fá Íslendingar að veiða 90 þúsund tonn. Ísfélag Vestmanneyja má veiða l8 þúsund tonn af loðnu og Vinnslustöð Vestmannaeyja 9000 tonn. Auk þess hefur Huginn yfir að ráða 1270 tonnum. Samtals ráða því Eyjamenn yfir 28.270 tonnum, eða tæplega þriðjungi loðnukvótans. (meira…)
Lífeyrissjóður Vm gerir 1782 milljóna króna kröfu í Kaupþing

Í Morgunblaðinu þann 23. janúar sl. er fjallað um kröfur lífeyrissjóða í þrotabú Kaupþings. Þar kom fram að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja gerir kröfur í þrotabúið upp á rúmlega 1782 milljónir króna. Guðrún Erlingsdóttir, formaður stjórnar Lífeyrisjóðs Vestmannaeyja, segir þetta ýtrustu kröfur á gamla Kaupþing og þær gætu hugsanlega lækkað. „Kaupþing er með kröfu á Lífeyrisjóð Vestmannaeyja […]