Unnu Víði Garði 2:1

Karlalið ÍBV í knattspyrnu lék æfingaleik í gærkvöldi þegar liðið mætti Víði í Garði. Leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni en Víðismenn komust yfir í leiknum. Guðjón Ólafsson jafnaði hins vegar metin en Guðjón spilaði ekkert síðasta sumar vegna meiðsla. Aleksandrs Cekulajevs, lettneskur leikmaður sem er til reynslu hjá ÍBV skoraði svo sigurmarkið. (meira…)
Bréf ráðherra fullkominn og alger trúnaðarbrestur

Elliði Vignisson, bæjarstjóri fór yfir bréf Kristjáns L. Möllers, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra sem birtist hér á Eyjafréttum í gær. Elliði lítur bréfið alvarlegum augum enda er vegið að bæjarstjórn Vestmannaeyja og embættisfærslum bæjarstjóra af ráðherra sveitastjórnamála að hans mati. Hann segir ráðherra hafa unnið gegn drögum að siðareglum ráðherra sem forsætisráðherra hafi birt á vef […]
Gunnar Heiðar á eftir að reynast okkur vel

Brian McDermott starfandi knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Reading segist ánægður að eiga möguleika á að kalla Gunnar Heiðar Þorvaldsson til leiks fyrir leikinn gegn Nottingham Forest á morgun. „Hann hefur verið í kringum okkur síðustu vikurnar og er í baráttu um að verða valinn í hópinn sem mætir City. Ég þekkti til hans fyrir tveimur […]
Hreimur með gítarinn á Volcano Café

Það verður stemmari á Volcano Café á morgun enn þá mun engin annar en Hreimur Örn Heimisson mæta með gítarinn og gera allt vitlaust hjá okkur. Þetta er í fyrst skipti sem þessi snillingur kemur til okkar og spilar…ekki missa af Hreim Eyjamanni í stuði. (meira…)
Bæjarstjórn ósammála í afstöðu sinni til skrifa ráðherra

Í morgun hélt bæjarstjórn Vestmannaeyja fund sem frestað var í gærkvöldi. Frestunin kom til vegna skrifa Kristjáns L. Möllers, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra en bréfið birtist hér á Eyjafréttum.is í gær. Meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja lagði fram ályktun þar sem lýst er undrun á framkomu ráðherra og að hann skuli með þeim hætti setja helstu hagsmuni Vestmannaeyja […]
Veit greinilega ekkert um siglingar

Samgönguráðherra Samfylkingarinnar Kristján L. Möller, skrifaði fremur persónugerðan og ósmekklegan pistil til Elliða í gær. En skrif hans dæma sig sjálf. En svo virðist hins vegar vera að ráðherrann hafi gleymt því hverju hinn svo kallaði „Fjölmiðla-Elliði“ var að falast eftir. En eins og þeir vita sem fylgst hafa með málinu, þá vantar enn upplýsingar […]
Ekki hægt að panta far til Eyja á goslokahátíðina eða �?jóðhátíðina

Sem kunnugt er hafa samgönguyfirvöld enn ekki ákveðið hvernig verður með ferðir Herjólfs eftir 30. júní í sumar. Samkvæmt áætlun er reiknað með að þá verði Land-Eyjahöfn tilbúin og Herjólfur sigli þangað. En ekki er hægt að bóka ferðir milli lands og Eyja eftir 30. júní. Ef farið er á vef Herjólfs og ferð pöntuð […]
Laugardagsferð Herjólfs óbreytt en áætlun breytist í næstu viku

Áætlun Herjólfs á laugardögum verður breytt í næstu viku. Þannig verður laugardagsferð skipsins á morgun, laugardaginn 16. janúar óbreytt, þ.e.a.s. skipið siglir frá Vestmannaeyjumm 8:15 og frá Þorlákshöfn 12:00. Rekstraraðilum Herjólfs þótti fyrirvarinn á breytingunum of skammur enda höfðu farþegar pantað far samkvæmt áðurnefndri áætlun. (meira…)
Uppnám í bæjarstjórn

Fundi í Bæjarstjórn Vestmannaeyja, sem átti að fara fram síðdegis í dag, var frestað til morguns. Ástæða frestunarinnar er ósk bæjarstjóra um að bréf Kristjáns L. Möller, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra yrði tekið fyrir á fundinum. Bréfið birtist á vef Eyjafrétta í dag og hefur vakið talsverða athygli. Bæjarfulltrúum var gefinn frestur til að kynna sér […]
Bæjarskrifstofunni í Eyjum lokað og bæjarstjórinn kominn í kosningaslag?

Vegna skrifa Elliða bæjarstjóra Vignissonar í Eyjafrettir í gær, 13. janúar, og áframhaldandi skeytasendinga hans og fúkyrða í minn garð og samgönguyfirvalda er rétt að eftirfarandi komi fram: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og allar stofnanir þess þurfa að sæta 10% niðurskurði vegna efnahagserfiðleika landsins. Vegagerðin sleppur ekki frekar en aðrir. Því á Vegagerðin aðeins einn kost […]