Samgönguráðherra Samfylkingarinnar Kristján L. Möller, skrifaði fremur persónugerðan og ósmekklegan pistil til Elliða í gær. En skrif hans dæma sig sjálf. En svo virðist hins vegar vera að ráðherrann hafi gleymt því hverju hinn svo kallaði „Fjölmiðla-Elliði“ var að falast eftir. En eins og þeir vita sem fylgst hafa með málinu, þá vantar enn upplýsingar um ferðatíðni og verðlag siglinga í Landeyjahöfn fyrir komandi sumar. Svo að ferðamannastraumurinn sem og Eyjamenn sjálfir geti farið að skipuleggja sumarið sem fyrst.