Störf í hættu?

Sex starfsmenn hafa unnið í Safnahúsi við skráningarverkefni á vegum Þjóðskjalasafns Íslands. Nú hefur fræðslu- og menningarráði verið tilkynnt að fjárveiting vegna verkefnisins sé runnin út. Í bókun ráðsins kemur fram að útlit sé fyrir að úthlutun fjármagns verði skorin niður um helming og að skráning á manntölum sé bæði brýnt verkefni og atvinnuskapandi. (meira…)

Vegna fyrirhugaðar skiptingar skjólstæðinga í samlög

Frá og með 15.02.2010 er fyrirhuguð breyting á núverandi fyrirkomulagi við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Í stað þess að sjúklingar hafi ekki fastan heimilis-/heilsugæslulækni er ætlunin að skipta skjólstæðingum Heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja í 4 samlög sem deilast jafnt á þá fjóra heimilis-/heilsugæslulækna sem þar starfa. (meira…)

FÍV komst í aðra umferð

Lið FÍV lenti ekki í teljandi vandræðum með lið Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í Gettu betur í kvöld. FÍV hafði betur 9:6 en stigaskor viðureigninnar var óvenjulágt. Þetta mun vera, samkvæmt heimildum Eyjafrétta, í þriðja sinn sem FÍV kemst í aðra umferð keppninnar. Þá komst FÍV alla leið í 8 liða úrslit keppninnar og í sjónvarpshluta […]

Reynt að semja um tilraunarekstur

Vegagerðin vonast til að fyrirkomulag siglinga til Vestmannaeyja, eftir að Landeyjahöfn verður tekin í gagnið 1. júlí næstkomandi, skýrist í þessum mánuði. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir erfitt að selja ferðafólki ferðir til Vestmannaeyja í sumar þegar ekki er vitað um ferðaáætlun og gjaldskrá. (meira…)

Fellst á tillögu Eyjamanna

Kristján L. Möller, samgönguráðherra segir að tillaga bæjarráðs um að færa laugardagsferð Herjólfs til seinni part dags verði að veruleika. Kristján segist hafa lesið um tillögu bæjarráðs á Eyjafréttum fyrr í dag og ekkert sé því til fyrirstöðu að hnika til áætlun Herjólfs. „Við lesum það svo á Eyjafréttum í dag að bæjarráð leggur til […]

Eldur í bílskúr einbýlishúss

Rétt fyrir klukkan þrjú í dag var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út að Búhamri 36 en eldur var laus í bílskúr hússins, sem er áfastur einbýlishúsinu. Eldurinn náði þó ekki að breiðast út en það var ekki síst að þakka skjótum viðbrögðum Slökkviliðsins og þeirra sem urðu eldsins varir. Engin slys urðu á fólki. (meira…)

�?tiloka ekki á aðkomu bæjarins að HS-veitum

Bæjarráð fjallaði um bréf frá HS-veitum hf á fundi sínum í gær en í bréfinu er þeirri hugmynd varpað fram að sveitarfélög sem nota þjónustu fyrirtækisins kaupi hlut í HS-veitum. Eins og flestir vita seldi Vestmannaeyjabær hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja, sem síðar varð HS-veitur og HS-orka en söluandvirðið gerbreytti fjárhagsstöðu bæjarins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri […]

FÍV í kvöld í Gettu betur

Í kvöld, klukkan 20:30 keppir Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum í spurningakeppni Framhaldsskólanna á RÚV, Gettu betur. Fyrstu umferðirnar fara fram á Rás 2 en síðan tekur við keppni í sjónvarpi. FÍV hefur ekki riðið feitum hesti frá keppninni, aðeins einu sinni komist í sjónvarpshluta keppninnar en lið FÍV í ár ætlar að snúa þeirri hefð við. […]

Ráðuneytinu lokað og ráðherra farinn heim á Sigló?

Eins og greint var frá í gær þá var hefur bæjarráð miklar áhyggjur af stöðu samgangna við Vestmannaeyjar en niðurskurðarhnífur ríkisstjórnarinnar hefur höggið reglulega á samgöngumálum Eyjanna undanfarið. Eyjafréttir.is leituðu svara hjá Elliða Vignissyni, bæjarstjóra hvort hið opinbera hafi engu svarað með fyrirhugaða fækkun ferða Herjólfs, eins og kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Einnig er […]

Megn óánægja

Enn og aftur komum við að því að menn á ríkisjötunni eru með puttana og hugann annars staðar en hann á að vera. Það er náttúrulega með hreinum ólíkindum að ekki skuli búið að gefa út neitt varðandi ferðatíðni á þessum siglingum. Auðvitað byrjar sumarið á því að gamla siglingaleiðin verur en í notkun en […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.