Enn og aftur komum við að því að menn á ríkisjötunni eru með puttana og hugann annars staðar en hann á að vera. Það er náttúrulega með hreinum ólíkindum að ekki skuli búið að gefa út neitt varðandi ferðatíðni á þessum siglingum. Auðvitað byrjar sumarið á því að gamla siglingaleiðin verur en í notkun en það er ekki seinna vænna að fara að a´kveða og gefa út hvernig menn ætla að hafa framhaldið. Drög að þessu ættu nú þegar að liggja fyrir og vera til umræðu, ekki bara hér í Eyjum heldur líka hjá sveitunum í kringum höfnina því áhrif þessarar hafnar munu að sjálfsögðu koma líka í ljós þar, hvað varðar alla þætti ferðamennskunnar.