�?að getur allt gerst

Hermann Hreiðarsson og félagar hans í Portsmouth eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld en botnlið ensku úrvalsdeildarinnar heimsækir topplið Chelsea á Stamford Bridge. Hermann hefur einu sinni fagnað sigri á Stamford, þá með liði Charlton, en Portsmouth hefur aldrei náð að vinna sigur á Brúnni. (meira…)
�?rír Eyjamenn í 28 manna landsliðshópi

Þrír Eyjamenn eru í 28 manna landsliðshópi íslenska karlalandsliðsins í handbolta, þeir Birkir Ívar Guðmundsson, Kári Kristján Kristjánsson og Gunnar Berg Viktorsson. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari þurfti að tilkynna 28 manna hóp til mótshalda Evrópumótsins í Austurríki. Hópurinn verður svo skorinn niður og mun að líkindum enda í 16 manna hópi. Evrópumótið fer svo fram dagana […]
Glæsilegt Jólablað Frétta

Hið árlega Jólablað Frétta er nú í vinnslu en blaðið er glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Jólablað Frétta er jafnframt stærsta blað ársins, 44 síður að þessu sinni og stútfullt af skemmtilegu efni. Þá nota fyrirtæki og einstaklingar tækifærið og senda lesendum blaðsins jóla- og nýárskveðjur en meðal efnis í blaðinu er heimsókn í Heildverslun […]
Lánsskipti Gunnars Heiðars til Reading að ganga í gegn

Niels Erik Söndergaard, yfirmaður íþróttamála hjá Esbjerg, segir í samtali við danska fjölmiðla að gengið verði frá lánsskiptum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar til Reading í dag. Lánssamningurinn mun gilda til loka tímabilsins og mun Reading hafa forkaupsrétt á leikmanninum standi hann undir væntingum. (meira…)
Hvetur bæjarbúa til að gefa smákökur

Jóhanna Finnbogadóttir vill gera sitt til að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda vegna efnahagsástandsins í landinu. Aldrei hafa eins margir leitað á náðir hjálparsamtaka eftir mat og öðrum nauðsynjum. Hún hvetur alla bæjarbúa sem eru aflögufærir til að gefa smákökur sem þeir annað hvort baka sjálfir eða kaupa í bakaríum Eyjanna og […]
Veltiuggi vonandi minna skemmdur

Annar tveggja veltiugga Herjólfs sem skemmdist þegar gleymdist að taka hann inn við bryggju í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld lítur út fyrir að vera minna skemmdur en talið var í fyrstu. Stjórnborðsugginn festist þegar hann rakst í bryggjuna og hefur verið ónothæfur eftir óhappið. (meira…)
70 milljóna kostnaðarauki vegna nýrrar skipalyftu

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs var lögð fram greinargerð starfshóps um enduruppbyggingu upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar. Í greinargerðinni kemur fram að sú leið sem áætlað var að fara, svokölluð leið 2, uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til upptökumannvirkjanna vegna þyngdardreifingar fiskiskipa sem þeim er ætlað að þjóna. Leið 3 uppfyllir hins vegar þær kröfur samkvæmt […]
Gunnar Heiðar fer í læknisskoðun í dag

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, héldu í gær til Englands þar sem Gunnar Heiðar mun gangast undir læknisskoðun hjá enska B-deildarfélaginu Reading í dag. Ef allt gengur að óskum mun Gunnar Heiðar væntanlega skrifa undir samning við Reading en danska úrvalsdeildarfélagið Esbjerg hefur samþykkt að lána Gunnar Heiðar út þessa leiktíð. (meira…)
Greiðum þeim til baka með sanngjörnum hætti

Fróðlegt hefur verið að fylgjast með landsmálaumræðunni undanfarið. Af eðlilegum ástæðum snýst hún öðrum þræði um það hvernig happadrýgst verður að koma okkur Íslendingum út úr þeim efnahagsþrengingum sem okkur hefur verið komið í. Ég segi komið í vegna þess að stefna ríkisstjórna liðinna ára leiddi beinlínis af sér þá efnahagskreppu sem bítur nú svo […]
Vinnslustöðin gefur Fjölskylduhjálpinni og Mæðrastyrksnefnd 2.000 poka af humri

Vinnslustöðin í Vestmannareyjum afhenti í dag Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur að gjöf samtals 900 kg af humri til dreifingar meðal skjólstæðinga samtakanna fyrir jólin. Humarinn er frosinn í 450 gramma pokum. Hvor samtök fengu 1.000 poka til ráðstöfunar. (meira…)