Hið árlega Jólablað Frétta er nú í vinnslu en blaðið er glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Jólablað Frétta er jafnframt stærsta blað ársins, 44 síður að þessu sinni og stútfullt af skemmtilegu efni. Þá nota fyrirtæki og einstaklingar tækifærið og senda lesendum blaðsins jóla- og nýárskveðjur en meðal efnis í blaðinu er heimsókn í Heildverslun Karls Kristmanns en sögu fyrirtækisins má rekja aftur til ársins 1931. Blaðið kemur út á sínum vanalega tíma og verður borið út til áskrifenda í kvöld.