Mikilvægir útileikir hjá ÍBV í dag

Bæði karla og kvennalið ÍBV í mfl. leika á laugardaginn mikilvæga útileiki. Strákarnir leika við ÍR kl.13:30 í Austurbergi. En þessi lið eru í mikilli baráttu um að komast í Úrslitakeppnina. ÍBV sigraði heimaleikinn 32-25. Stelpurnar leika gegn HK kl.12:00 í Digranesi. Þar verður hart barist. Hvetjum við alla Eyjamenn á fasta landinu að mæta […]
Mikil andstaða við fækkun ferða Herjólfs

Íþróttahreyfingin í Eyjum lýsir mikilli andstöðu við að fækka ferðum Herjólfs á laugardögum eins og rætt hefur verið um. Íþróttahópar hafa í talsverðum mæli notfært sér ferðir Herjólfs á laugardögum.Hafa íþróttahópar farið með morgunferðinni, náð að leika einn, tvo eða þrjá leiki á meginlandinu og komið síðan heim aftur með kvöldferðinni. (meira…)
�?g kannast ekki við að loka eigi öðrum þjóðvegum landsins

Ég hef þungar áhyggjur af þeirri skerðingu á samgöngum til Vestmannaeyja sem virðast liggja í loftinu. Áform Vegagerðarinnar um að fækka ferðum Herjólfs til Vestmannaeyja hafa ekki verið kynnt þingmönnum Suðurkjördæmisins en ég sé á vefsíðu Eyjafrétta að bæjarstjórinn er að velta fyrir sér því atriði. (meira…)
Kveikt á jólatrénu á morgun

Á morgun, laugardag, klukkan 17.00 verður kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúninu. Lúðrasveit Vestmannaeyja mun leika jólalögin og Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar flytur stutt ávarp. Litlu lærissveinarnir, undir stjórn Védísar Guðmundsdóttur syngja nokkur jólalög og Pétur Pan sjálfur tendrar ljósin. Þá mun séra Guðmundur Örn Jónsson vera með stutta helgistund áður en jólasveinarnir færa börnunum góðgæti. […]
Hermann og félagar fengu ekki launin sín

Í annað sinn á leiktíðinni hefur það gerst að Hermann Hreiðarsson og félagar hans í liði Portsmouth hafa ekki fengið greidd launin sín á réttum tíma en Portsmouth greindi frá því nú síðdegis að leikmenn hafi ekki fengið launin fyrir nóvember. (meira…)
Landsbyggðinni sýndur fingurinn

Hópur manna sem kallar sig yfirstétt þessa lands og býr sjálfsagt í Þingholtunum og eru meðlimir í samtökum betri byggðar rísa nú upp á afturlappirnar vilja flugvöllinn burtu úr Reykjavík sem er eitt af því besta flugvallarstæði sem umgetur fyrir utan Álftanes. (meira…)
Verið að skerða samgöngur langt niður fyrir öll sársaukamörk

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir málefni Herjólfs og hugmyndir um fækkun ferða skipsins á fundi sínum í hádeginu. Ráðið lýsir yfir miklum vonbrigðum með að nú skuli vera til athugunar að skerða samgöngur til Vestmannaeyja langt niður fyrir öll sársaukamörk. Ráðið undrast líka að eiga taka ákvörðun um hugsanlega fækkun áður en ákvörðunin liggur fyrir og […]
Finnst ráðherra vera kominn niður fyrir gólf í niðurskurði á samgöngum í Eyjum

„Okkur hefur ekki borist bréf um að ákvörðun um fækkun ferða liggi fyrir né hefur verið haft samband við okkur af hálfu samgönguráðuneytisins eða Vegagerðarinnar vegna þessa. Þá veit ég ekki til þess að þingmenn Suðurlands hafi fengið upplýsingar um slíka fyrirætlun a.m.k. hefur enginn þeirra haft samband við okkur vegna þessa,“ segir Elliði Vignisson, […]
Fækka á ferðum Herjólfs á nýju ári

Fækka á ferðum Herjólfs á nýju ári en þetta staðfesti Auður Eyvind, forstöðumaður hagdeildar hjá Vegagerðinni. „Þetta er auðvitað hluti af óhjákvæmilegum aðgerðum við niðurskurð en búið er að ákveða að fækka ferðum skipsins um tvær ferðir á viku á tímabilinu janúar og út apríl.“ (meira…)
Seinni aðgerðin heppnaðist mjög vel

Framherjinn eitraði Viðar Örn Kjartansson sem sleit krossbönd og fótbrotnaði í leik FH og ÍBV fór í krossbandaaðgerð þann 18 nóvember síðastliðinn Aðgerðin heppnaðist vel. Nú tekur við hvíld og svo endurhæfing hjá honum. Vanalega tekur um 6 mánuði að jafna sig eftir krossbandaaðgerð en Viðar er þekktur fyrir að gera betur en meðalmaðurinn og […]