Á morgun, laugardag, klukkan 17.00 verður kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúninu. Lúðrasveit Vestmannaeyja mun leika jólalögin og Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar flytur stutt ávarp. Litlu lærissveinarnir, undir stjórn Védísar Guðmundsdóttur syngja nokkur jólalög og Pétur Pan sjálfur tendrar ljósin. Þá mun séra Guðmundur Örn Jónsson vera með stutta helgistund áður en jólasveinarnir færa börnunum góðgæti.