Tvöfalda á laun í fiskvinnslu

Landbúnaðar- og sjávarútvegsráð­herra hefur lagt fram frumvarp um vigt­un á fiski sem fluttur er út í gámum. Þar eru ákvæði um að aflinn verði vigtaður hér heima í staðinn fyrir erlendis. Útvegsmenn telja að breytingin verði til að hamla útflutn­ingi á fiski í gámum enda fái þeir oft á tíðum hærra verð þar en hér […]

Ríkisstyrkt flug til 1. ágúst 2010?

Eins og greint var frá fyrr í dag lagði Unnur Brá Konráðsdóttir fyrirspurn fyrir Kristján L. Möller samgönguráðherra hvort uppi væru áform að breyta aðkomu ríkisins að flugsamgöngum til Vestmannaeyja vegna tilkomu Landeyjahafnar. Á svörum ráðherra var ekki annað að skilja en að svo sé, ríkisstyrkt flug eigi að halda áfram til 1. ágúst næstkomandi. […]

Bjóða sitt árlega jólasælgæti

Um næstu helgi munu Kiwanisfélagar ganga í hús og selja sitt árlega jólasælgæti. Sem fyrr vonast þeir eftir góðum viðtökum bæjarbúa. Allur hagnaður af þessari jólasælgætissölu þeirra, rennur til ýmissa samfélagsmála í Vestmannaeyjum. (meira…)

Unnur Brá óskar svara um samgöngur milli lands og Eyja

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur sent samgönguráðherra fyrirspurnir varðandi ferðaáætlun og gjaldskrá fyrir ferðir Herjólfs í Landeyjahöfn. Hún spyr einnig hvernig almenningssamgöngum verði háttað milli Landeyjahafnar og Reykjavíkur og hvort rekstur ferjunnar verði boðinn út og óskar Unnur Brá eftir skriflegu svari. Þá ber Unnur Brá einnig upp fyrirspurn á þinginu í […]

Enginn bati eftir hvíldina

Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, fer til sérfræðings í Gautaborg í Svíþjóð í byrjun næsta mánaðar og þar vonast hún til að fá greiningu á meiðslum í læri sem hafa verið að plaga hana síðasta eina og hálfa árið. (meira…)

Ítrekar kröfu um gjaldskrá og ferðatíðni í Landeyjahöfn

Bæjarráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í gær, afstöðu stýrihóps um undirbúning Landeyjahafnar vegna tafa á gjaldskrá og ferðatíðni siglinga í hina nýju höfn. Bæjarráð tekur undir með stýrihópnum og hvetur samgönguyfirvöld til að gefa út tafarlaust gjaldskrá og ferðatíðni og að staðið verði við þær forsendur sem kynntar hafi verið hingað til. Samkvæmt […]

Lækkar úr tæpum 17 milljónum í rúmar 12

Eignarhaldsfélagið Fasteign hefur ákveðið að lækka leigu á fasteignum sem Vestmannaeyjabær leigir úr tæpum 17 milljónum, sem greitt var fyrir leiguna í nóvember, niður í rúmar 12 milljónir. Leigugreiðslur hafa hækkað óheyrilega seinustu misseri. Þannig var leigurgreiðsla Vestmannaeyjabæjar til Fasteignar 9,4 milljónir í nóvember 2007, 15 milljónir í nóvember 2008 og í nóvember 2009 var […]

Hermann fær nýjan stjóra

Paul Hart hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth, þar sem Hermann Hreiðarsson spilar. Portsmouth er í neðsta sæti deildarinnar og hefur ekki náð sér á strik á leiktíðinni. Talið er líklegt að Ísraelsmaðurinn Avram Grant taki við af Hart sem stjóri Portsmouth, en Grant stýrði liði Chelsea frá 2007 til 2008. […]

Fara nær daglega á topp Heimakletts

Þriggja manna gönguhópur fer nær daglega á topp Heimakletts, hæsta fjallsins í Vestmannaeyjum. Rúmlega sjötugur forsprakki hópsins fór í dag sína hundrað nítugustu og þriðju ferð á árinu. Svavar Steingrímsson er einn fastagesta í hlíðum klettsins. Hann segir að ferðunum hafi fjölgað ört eftir að hann hætti að vinna. Svavar kann vel við sig í […]

Eyjamenn leggja meira til ríkisins á meðan ríkið sker niður framlög til Eyja

Elliði Vignisson, bæjarstjóri segir að Eyjamenn séu að leggja meira til ríkisins í formi skatttekna, en á meðan dregur ríkið saman framlög til reksturs í Vestmannaeyjum. Hann segir jafnframt að rekstur bæjarfélagsins gangi vel enda hafi verið ráðist í endurskipulagningu fyrir nokkru í rekstri Vestmannaeyjabæjar. Hins vegar séu blikur á lofti, t.d. fer hlutur Vestmannaeyjabæjar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.