Þriggja manna gönguhópur fer nær daglega á topp Heimakletts, hæsta fjallsins í Vestmannaeyjum. Rúmlega sjötugur forsprakki hópsins fór í dag sína hundrað nítugustu og þriðju ferð á árinu. Svavar Steingrímsson er einn fastagesta í hlíðum klettsins. Hann segir að ferðunum hafi fjölgað ört eftir að hann hætti að vinna. Svavar kann vel við sig í háloftunum og hefur hann smalað fé víða í fjöllum og úteyjum Vestmannaeyja.