Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur sent samgönguráðherra fyrirspurnir varðandi ferðaáætlun og gjaldskrá fyrir ferðir Herjólfs í Landeyjahöfn. Hún spyr einnig hvernig almenningssamgöngum verði háttað milli Landeyjahafnar og Reykjavíkur og hvort rekstur ferjunnar verði boðinn út og óskar Unnur Brá eftir skriflegu svari. Þá ber Unnur Brá einnig upp fyrirspurn á þinginu í dag varðandi flugsamgöngur milli lands og Eyja.