Gunnar Heiðar til Reading á reynslu

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji Esbjerg, verður til reynslu hjá enska félaginu Reading í þessari viku en þetta staðfesti Ólafur Garðarsson umboðsmaður hans við Fótbolta.net í dag. Gunnar Heiðar hefur fengið fá tækifæri með Esbjerg á þessu tímabili og hann hefur lýst því yfir að hann vilji yfirgefa félagið. (meira…)
Litlu mátti mun að alvarlegt slys yrði

Vikan var tíðindalítil hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Helst bar til tíðinda að litlu munaði að alvarlegt slys yrði þegar ökumaður í framúrakstri, ákvað að stýra bifreið sinni útaf veginum, til að forðast árekstur við bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Samkvæmt vitnum mátti litlu mun að þarna hefði orðið alvarlegt slys, en betur fór en […]
Niðurskurður ríkisins varla undir rúmum milljarði

Elliði Vignisson, bæjarstjóri, ritaði þingmönnum Suðurkjördæmis bréf vegna niðurskurðar á fjárlögum ríkisins til verkefna í Vestmannaeyjum. Þar kemur m.a. fram að niðurskurður ríkisins til Vestmannaeyja sé í raun varla undir rúmum milljarði króna eða 33%. Elliði óskar eftir viðbrögðum þingmanna sem verða birt hér á Eyjafréttum ef einhver verða. Bréfið má lesa í heild sinni […]
Barnaborg gaf Kirkjugerði Brio kubba og borð

Á dögunum gaf verslunin Barnaborg leikskólanum Kirkjugerði Brio-kubba og Brio-borð sem hefur vakið gífurlega lukku hjá börnunum. Borðið er einkar aðgengilegt fyrir börn en á því eru lestarkubbar og lest sem gengur fyrir rafmagni, auk ýmissa fylgihluta. (meira…)
Karla- og kvennalið ÍBV lagði �?rótt í æfingaleik

Bæði karla og kvennalið Þróttar og ÍBV mættust í æfingaleikjum á gervigrasinu á Laugardal um helgina. ÍBV sigraði 5-4 í karlaflokki þar sem að Anton Bjarnason og Eyþór Helgi Birgisson skoruðu báðir tvívegis auk þess sem að Tryggvi Guðmundsson skoraði í sínum fyrsta leik með Eyjamönnum síðan hann kom aftur til félagsins frá FH. (meira…)
Kristófer með tvo vinninga eftir fjórar umferðir

Kristófer Gautason, ungur skákmaður úr Taflfélagi Vestmannaeyja teflir nú á Heimsmeistaramóti ungmenna í skák en mótið fer fram í Tyrklandi. Nú er fjórum umferðum lokið en Kristófer hefur unnið eina skák, gert tvö jafntefli og tapað einni skák. Í flokki Kristófers, 12 ára og yngri eru 149 keppendur frá 62 löndum. Kristófer er sem stendur […]
Starfsorka með opið hús í dag

Þegar sjúkdómar, slys eða önnur áföll henda getur farið svo að hæfni minnkar og fólk þarf að endurskoða getu sína á ýmsum sviðum. Ýmislegt sem áður var auðvelt og jafnvel sjálfsagt getur nú verið óyfirstíganlegt. Til þess að ná sömu eða sambærilegri færni á ný er endurhæfing mikilvæg, en það ferli miðar að því að […]
Leggja áherslu á að fyrsta ferðin verði farin 1. júlí

Stýrihópur sem undirbýr nú þær breytingar sem verða með tilkomu Land-Eyjahafnar fundaði á dögunum. Í stýrihópnum eru Elliði Vignisson frá Vestmannaeyjabæ, Elvar Eyvindsson frá Rangárþingi eystra, Eydís Indriðadóttir frá Ásahreppi og Haukur Kristjánsson frá Rangárþingi eystra. Hópurinn leggur þunga áherslu á að staðið verði við þau fyrirheit að fyrsta ferð milli Vestmannaeyja og Land-Eyjahafnar verði […]
Eyjaliðin stóðu sig vel gegn Íslandsmeisturunum

Eyjaliðin ÍBV og KFS leika í sama riðli í Íslandsmótinu í Futsal, sem er aðeins öðruvísi útfærsla á innanhúsfótbolta en sú sem notuð var árum áður. Bæði liðin léku tvívegsi gegn Hvöt, sem var Íslandsmeistari í Futsal á síðasta ári og keppti m.a. á dögunum í Evrópukeppninni. ÍBV vann báða sína leiki örugglega á meðan […]
Eva Sveins varði Íslandsmeistaratitilinn

Eyjakonan Eva Sveinsdóttir gerði sér lítið fyrir og varði Íslandsmeistaratitil sinn í Íslandsmótinu í Icefitness sem fór fram í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ í gær. Þrjár konur tóku þátt í mótinu í ár en Eva varð fyrst Íslandsmeistari 2007, aftur í fyrra og varði titilinn aftur í ár. (meira…)