Rán um hábjartan dag

Eyjamenn gengu vægast sagt verulega vonsviknir af velli eftir viðureign sína gegn Selfossi. Eyjamenn virtust vera með pálmann í höndunum þegar skammt var til leiksloka en Selfyssingar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og unnu 23:25. Í stöðunni 23:24 sóttu Eyjamenn og Ingólfur Jóhannesson stökk inn úr horninu. Varnarmaður Selfyssinga keyrði hreinlega inn í Ingólf og […]
Aníta tryggði ÍBV sigurinn með marki á lokasekúndunum

Það var ekki margt sem benti til þess í fyrri hálfleik að ÍBV færi með sigurinn af hólmi þegar stelpurnar tóku á móti Fjölni/Aftureldingu í 2. deild Íslandsmótsins. Gestirnir voru mun sterkari í fyrri hálfleik og var engu líkara en að Eyjastúlkur hefðu engan áhuga fyrir leiknum. En stelpurnar mættu mun ákveðnari til leiks í […]
�?að er kannski óhætt að rugga bátnum, en við megum ekki hvolfa honum

Það gengur mikið á í sjávarútveginum þessa dagana, síld farin að berast á land sem er afar ánægjulegt, eins eru sum togskipin farin að beita sér í gullax með ágætum árangri og spara líka bolfiskkvótann, en það heitasta í dag eru sennilega þær breytingar sem núverandi sjávarútvegsráðherra hefur boðað. (meira…)
Handboltaveisla í íþróttamiðstöðinni í dag

Í dag verður sannkölluð handboltaveisla þegar kvenna- og karlalið ÍBV leika heimaleiki sína. Kl. 11.00 taka stelpurnar á móti sameiginlegu liði Aftureldingar og Fjölnis í 2. deild Íslandsmótsins. Stelpurnar mæta með sært stolt eftir tapleik um síðustu helgi gegn Víkingi. Karlaliðið er í sömu sporum eftir tap um síðustu helgi gegn Víkingum en þeir taka […]
Enn hægt að nálgast miða á Hláturinn lengir lífið

Gríðarleg eftirspurn hefur verið síðustu daga eftir miðum á uppistandið Hláturinn lengir lífið þar sem þau Þorsteinn Guðmunds, Helga Braga og Pétur Jóhann troða upp. Búið er að raða upp sætum fyrir um 700 manns í Höllinni og er uppselt á viðburðinn. Þó er enn möguleiki á að komast yfir miða því ósóttar pantanir verða […]
Tveir mikilvægir leikir í körfunni um helgina

Karlalið ÍBV í körfubolta leikur tvo mikilvæga leiki í 2. deildinni um helgina þegar Hekla kemur í heimsókn. Eyjamenn hafa verið á beinu brautinni eftir að nýr þjálfari tók við stjórn liðsins í síðasta mánuði og eru taplausir undir hans stjórn. Fyrri leikur liðanna verður í kvöld klukkan 19.00 en síðari leikurinn á morgun 16.00. […]
Einar K. Guðfinnsson á laugardagsfundi Sjálfstæðismanna

Á morgun, laugardag er fundur í Ásgarði kl:11:00 með Einar K. Guðfinnssyni fyrr. Sjávarútvegsráðherra. Það er ljóst að aðför vinstri stjórnar á lífæð Íslands er hafin. Sjávarútvegsmál skipta okkur Eyjamenn sem og aðra landsmenn miklu máli. Nú þegar er ljóst að með tillögum vinstri flokkanna um nýjar reglur um vigtun og skráningu sjávarafla muni koma […]
Kristófer Gautason á HM

Kristófer Gautason, ungur skákmaður úr Taflfélagi Vestmannaeyja, hóf keppni í gær á Heimsmeistaramóti ungmenna í skák, sem fram fer í Tyrklandi. Þrír íslenskir keppendur taka þátt í mótinu, auk Kristófers en allir koma þeir af landbyggðinni. Með krökkunum fer annar Eyjamaður, Helgi Ólafsson sem er jafnframt þjálfari krakkanna. (meira…)
Bertha, Sigurgeir og Sighvatur eru okkar fulltrúar í keppninni

Spurningakeppnin Útsvar sem er á dagskrá Ríkisútvarpsins nýtur mikilla vinsælda. Annað kvöld, laugardag, 14. nóvember er komið að því að Vestmannaeyingar keppi. Liðið sem keppir fyrir hönd Vestmannaeyja er skipað þeim Sighvati Jónssyni en hann keppti einnig fyrir hönd Vestmannaeyja í fyrra. Nýir keppendur eru Sigurgeir Jónsson og Bertha Johansen. Vestmannaeyingarnir keppa við Fljótsdalshérað en […]
Opið hús hjá Starfsorku á morgun

Starfsorka, starfsendurhæfing Vestmannaeyja, verður með opið hús að Miðstræti 11, á morgun föstudaginn 13. nóvember og einnig mánudaginn 16. nóvember. Bæjarbúar eru hvattir til þess að kíkja við í kaffi og forvitnast um þá þjónustu, sem þar fer fram. (meira…)