Spurningakeppnin Útsvar sem er á dagskrá Ríkisútvarpsins nýtur mikilla vinsælda. Annað kvöld, laugardag, 14. nóvember er komið að því að Vestmannaeyingar keppi. Liðið sem keppir fyrir hönd Vestmannaeyja er skipað þeim Sighvati Jónssyni en hann keppti einnig fyrir hönd Vestmannaeyja í fyrra. Nýir keppendur eru Sigurgeir Jónsson og Bertha Johansen. Vestmannaeyingarnir keppa við Fljótsdalshérað en það lið hefur verið mjög sigursælt í keppninni og varð í öðru sæti í fyrra.