Til upprifjunar fyrir Pizzukynslóðina

Mikil gróska er í tónlistarlífi Eyja­manna um þessar mundir. Næsta fimmtudagskvöld og reyndar fyrsta fimmtudagskvöld í hverjum mánuði ætlar hópur tónlistarfólks að vera með Eyjakvöld á Kaffi Kró þar sem Eyjalögin verða í aðalhlutverki. Þeir sem standa að Eyjakvöldunum eru; Davíð Guðmundsson, Karl Björns­son, Ósvaldur Freyr Guðjóns­son, Kristinn Jónsson, Páll Viðar Kristinsson, Þórarinn Ólason, Rakel […]

Afmælisárinu lýkur með stórtónleikum

Lúðrasveit Vestmannaeyja hefur síðasta árið haldið upp á 70 ára afmæli sveitarinnar en afmælisárinu lýkur með stórtónleikum í sal Hvíta­sunnukirkjunnar á laugardag­inn kl. 16.00. Um er að ræða sérstaka afmælistónleika en af því tilefni hefur verið leitað til þriggja eldri stjórnenda um að koma og stýra sveitinni. Þrír af fjórum komust en Jarl Sigurgeirsson, núverandi […]

Klár fyrir árslok 2010

Framkvæmda- og hafnarráð Vest­mannaeyja hélt fund á mánudag. Þar var farið yfir sam­þykkt bæjarstjórnar um fjárhags­lega aðkomu bæjar­sjóðs að endurbyggingu upp­töku­mann­virkja Vestmanna­eyjahafnar sem nemur allt að 50% af áætluðum heildarkostnaði, þó eigi hærri fjárhæð en 150 miljónir króna. Samhliða þessu voru funda­gerðir og framkvæmda- og hafn­arráðs samþykktar í bæjarstjórn en í því felst að bæjarsjóður […]

Enn óvissa í síldinni

Mikil óvissa er um veiðar á íslensku síldinni en sýking í henni er ekki minni nú en í fyrra samkvæmt fyrstu upplýsingum. Búið er að gefa út 15.000 tonna kvóta af síld en vonast menn til að gefinn verði út meiri kvóti. „Það er lítið að frétta af síldinni, mér skilst að Hafró vilji meina […]

Gunnar Heiðar telur ólíklegt að hann spili með ÍBV næsta sumar

Mikið hefur verið rætt um þann möguleika að Eyja­maðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður muni snúa aftur í herbúðir ÍBV næsta sumar og leika með liðinu. Gunnari hefur ekki gengið vel hjá danska úrvalsdeildarliðinu Esbjerg en hann hefur lítið sem ekkert fengið að spreyta sig með liðinu á yfirstandandi tímabili, lék síðast með aðalliðinu 1. ágúst […]

Með agúrku í ræðustól Alþingis

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók með sér agúrku í ræðustól Alþingis í dag í umræðum um raforkuverð til garðyrkjubænda. „Til að mynda eitt af því sem liggur fyrir hjá garðyrkjunni núna er að hætta að rækta íslenskar agúrkur, þær bestu í heiminum. Það munar 300 tonnum af agúrkum. Allt þinghúsið myndi rúma um 300 tonn […]

Af ESB

Það skrítið að fylgjast með störfum ríkisstjórnarinnar þar sem ég held ég sé ekki sá eini sem klóra mér í hausnum og velti fyrir mér hvað það er sem hún hyggst ná fram í sinni stjórnartíð. Þegar Samfylkingarmenn eru spurðir þá vita allir svarið, það er að troða Íslandi inní hið heilaga Evrópusamband þar sem […]

0.71% af störfum á vegum íslenska ríkisins eru í Vestmannaeyjum – 125 talsins

Stöðugildi á vegum íslenska ríkisins, eru samtals 125 í Vestmannaeyjum. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherrra, við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur á Alþingi í dag. Heildarfjöldi stöðugilda hjá íslenska ríkinu er 17.701. Í Vestmannaeyjum eru því 0.71% af opinberum störfum. Íbúar hér eru 1.33% af heildaríbúafjölda landsins. (meira…)

Eyjapeyinn Stefán Jóhannesson fer fyrir samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu

Eyjapeyinn Stefán Haukur Jóhannesson,. verður aðalsamningamaður Íslands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Stefán er sonur Jóhannesar Tómassonar frá húsinu Höfn sem stóð við Bakkastíg og Guðfinnu Stefánsdóttur frá húsinu Skuld sem stóð við Vestmannabraut. . – Stefán bjó í foreldrahúsum að Fífilgötu 8, allt þar til við tók framhaldsnám. Systkini hans eru Erna og […]

Ein líkamsárás kærð til lögreglu eftir helgina

Það var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og um helgina enda fáir að skemmta sér. Að vanda hafði lögreglan öflugt eftirlit með veitingastöðum bæjarins og voru einhver brögð að því að þeir lokuðu ekki á tilsettum tíma. Þá þurfti lögregla að aðstoða borgarana vegna hinna ýmsu vandamála sem upp komu. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.