Það skrítið að fylgjast með störfum ríkisstjórnarinnar þar sem ég held ég sé ekki sá eini sem klóra mér í hausnum og velti fyrir mér hvað það er sem hún hyggst ná fram í sinni stjórnartíð. Þegar Samfylkingarmenn eru spurðir þá vita allir svarið, það er að troða Íslandi inní hið heilaga Evrópusamband þar sem lífið er stórkostlegra en orð fá lýst. En það er nú samt meira atvinnuleysi þar en hér, „þrátt fyrir að hina sterku heild Evrópu“ hafi staðið af sér kreppuna með glæsibrag ef marka má talsmenn samspillingarinnar í Evrópumálum.