Mikil óvissa er um veiðar á íslensku síldinni en sýking í henni er ekki minni nú en í fyrra samkvæmt fyrstu upplýsingum. Búið er að gefa út 15.000 tonna kvóta af síld en vonast menn til að gefinn verði út meiri kvóti. „Það er lítið að frétta af síldinni, mér skilst að Hafró vilji meina að það sé mikil sýking í henni og jafnvel meiri en í fyrra,“ sagði Sigurður Friðbjörnsson, verksmiðjustjóri hjá Vinnslustöðinni.