Ísland verður Evrópumeistari

Fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins á lokamóti EM í Finnlandi fer fram í dag en leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Tvær Eyjastúlkur eru í leikmannahópi íslenska liðsins, þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir en þær Edda Garðarsdóttir og Erla Steina Arnardóttir tengjast Eyjunum einnig. Margrét Lára er í byrjunarliðinu […]

Rændur á �?jóðhátíð

„Hún bara hvarf,“ segir þingmaðurinn Árni Johnsen í samtali við nýjasta tölublað Séð og heyrt um einkanúmeraplötuna Ísland sem tekin var af bifreið hans um verslunarmannahelgina í Eyjum. Eins og öllum ætti að vera kunnugt hefur Árni staðið fyrir brekkusöng um árabil, eins og frægt er orðið. (meira…)

Oddur vill tafarlausa aðstoð við bágstadda

Oddur Björgvin Júlíusson ritaði fjölskyldu- og tómstundaráði Vestmannaeyjabæjar bréf þar sem hann vekur athygli á bágindum fólks sem eru undir viðmiðunarmörkum fjölskylduráðs samkvæmt skattaskrá. Oddur leggur til að fólkinu verði komið til aðstoðar án nokkurra tafa. (meira…)

KFS mætir Hvíta riddaranum

Nú liggur ljóst fyrir að KFS mætir Hvíta riddaranum í fyrstu umferð úrslita 3. deildar karla í knattspyrnu. KFS varð langefst í B-riðli en Hvíti riddarinn náði öðru sæti C-riðils eftir æsispennandi baráttu þriggja liða. Spilað er heima og heiman og það lið sem hefur betur, kemst áfram í næstu umferð. (meira…)

Skiptir ekki máli hver mótherjinn er

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu leikur fyrsta leik sinn á morgun, mánudag í lokakeppni EM í Finnlandi. Margrét Lára VIðarsdóttir er, þrátt fyrir ungan aldur, einn leikreyndasti leikmaður íslenska liðsins og auk þess markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Margrét sagði í samtali við Eyjafréttir.is að íslensku stelpurnari hafi fundið fyrir því að farseðill á lokamótið væri […]

�?tli við endum ekki í Evrópusæti

„Það var ekkert rosalega gaman að spila í þessu veðri, þetta var svona kick and run fótbolti hjá okkur. Við hefðum viljað setja meira á þá í fyrri hálfleik, skora fleiri mörk en það gekk ekki upp. Við vorum ákveðnir í að klára þennan leik og gerðum það,“ sagði bakvörðurinn sterki Þórarinn Ingi Valdimarsson. (meira…)

Eyjamenn komnir í afar góða stöðu

Eyjamenn stigu stórt skref í átt að því að halda sæti sínu í úrvalsdeild með því að leggja Þrótt að velli í kvöld. Leiksins verður þó seint minnst fyrir fallegan fótbolta því aðstæður voru hreint út sagt skelfilegar, hávaða rok sem stóð á annað markið, rigning og völlurinn þungur. En eina mark leiksins gerði Augustine […]

Er þetta þá allt mér að kenna?

Jón Kaldal ritstjóri Fréttablaðsins hefur með reglulega millibili haldið því að þjóðinni í gegnum snepilinn að í raun sé hrunið Íslendingum öllum að kenna en ekki einstaka útrásarvíkingum. Nota bene – ekki þeim sem borga honum laun og halda úti áróðursblaði sér til varnar. (meira…)

Mikilvægur leikur í kvöld

Einn mikilvægasti leikur ÍBV liðsins í sumar fer fram í kvöld, klukkan 18.00 á Hásteinsvelli þegar Eyjamenn taka á móti Þrótti. Þróttur er í 12. og neðsta sæti deildarinnar með 11 stig á meðan ÍBV er í því 10. með 17. Með sigri í dag geta Eyjamenn aukið bilið í fallsætið en Fjölnir er í […]

Hafði oftrú á eigin getu

Um það leyti sem Magnús Kristinsson tók við skipinu Bergey í ágúst 2007 sagði hann í viðtali við DV, að allt sem hann gerði gengi upp. Þetta var skömmu áður en byrjaði að halla verulega undan fæti hjá Gnúpi, fjárfestingafélagi Magnúsar. Það þótti nokkur bjartsýni hjá Magnúsi að kaupa skipið á þeim tíma þar sem […]