ÍBV og FH mætast í dag klukkan 17.30 á Hásteinsvellinum í síðari leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Liðin skildu jöfn í fyrri viðureigninni í Hafnarfirði 0:0 en það lið sem hefur betur, tryggir sér sæti í úrvalsdeild að ári. Það er því allt undir í dag og ættu stuðningsmenn ÍBV ekki að láta sitt eftir liggja en Vinnslustöð Vestmannaeyja býður öllum á leikinn svo stuðningurinn verði sem mestur.