Laugardagsfundir Sjálfstæðisflokksins hefjast á morgun

Vetrarstarf Sjálfstæðisflokksins hefst formalega laugardaginn 12. september kl. 11:00 með laugardagsfundi í Ásgarði. Laugardagsfundirnir verða haldnir vikulega í vetur. Gestur fyrsta fundar er Þórlindur Kjartansson, formaður SUS. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti. Allir sjálfstæðismenn velkomnir. (meira…)
Myndarleg umfjöllun um lundapysjur á BBC

Ísland fær góða umfjöllun hjá breska sjónvarpinu BBC í tveimur þáttum sem nefnast Fast track á BBC World News. Á öðrum þættinum er fjallað um hvernig Ísland hafi löngum verið frægt fyrir einstaka náttúrufegurð eða allt þar til landið varð alræmt í bankahruninu. Hins vegar sé ástandið ekki alvont og til þess tekið hvernig íslensk […]
Hermann syndir eins og skepna

„Þetta er allt á réttri leið. Ég get ekki byrjað að hlaupa alveg strax en ég stefni á að byrja að spila síðar í þessum mánuði. Síðustu dagana hef ég synt eins og skepna. Mér var ráðlagt að gera það og það er aldrei að vita nema maður keppi í sundi á Ólympíuleikunum í London […]
Uppboð á óskilamunum

Í dag, föstudag kl. 16.00 fer fram uppboð á óskilamunum við lögreglustöðina og er uppboðið auglýst í þessu blaði. Fréttum lék forvitni á að vita hvað þarna væri verið að bjóða upp og tók sýslumanninm Karl Gauta Hjaltason tali. (meira…)
Margrét markadrottning EM

Margrét Lára Viðarsdóttir framherji íslenska landsliðsins var markahæsti leikmaður Evrópumóts kvennalandsliða sem lauk með úrslitaleik Englands og Þýskalands í dag, þrátt fyrir að henni hafi ekki tekist að skora á lokamótinu. Margrét Lára skoraði í heildina 12 mörk í undankeppninni og það dugði henni til að vera markahæsti leikmaður mótsins. (meira…)
Bjóða upp á mat og skemmtiatriði á heimsmælikvarða

Þær verða ekki vestmannaeyskari skemmtanirnar í Eyjum en lundaböllin sem haldin eru á haustin. Félög bjargveiðimanna skiptast á um að halda ballið og nú er komið að Suðureyingum. Verður ballið í Höllinni 26. september og þar verður boðið upp á skemmtiatriði á heimsmælikvarða, matseðillinn er fjölbreyttur og þar er lundinn eðlilega efst á blaði. (meira…)
Eyjavík í nýtt húsnæði við Skólaveg

Þau Gréta Grétarsdóttir og Heiðar Hinriksson, sem eiga verslunina Eyjavík, hafa nú flutt sig um set. Um nokkurt skeið hefur verslunin verið við Vestmannabrautina, í gömlu skóbúðinni, gegnt gamla apótekinu. En um síðustu mánaðamót fluttu þau verslunina að Skólavegi 13, þar sem margar verslanir hafa verið gegnum tíðina, síðast Ullarblóm. Gréta segir að þetta sé […]
Ekki formleg tillaga heldur innlegg í umræðuna

Forsvarsmenn Skipalyftunnar höfðu samband við ritstjórn Eyjafrétta.is vegna fréttar um málefni nýrrar skipalyftu sem birtist á vefnum í gær og var tekin af forsíðu Frétta. Þeir vildu koma eftirfarandi á framfæri. (meira…)
Spánarsnigill kominn til Eyja

Spánarsnigill er kominn til Vestmannaeyja en hann nam land á Íslandi árið 2003. Spánarsnigillinn er enginn aufúsugestur því hann er hinn mesti skaðvaldur á gróðri, stór og gráðugur. Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafnsins, sagði að snigillinn hefði fundist á sólpalli við hús við Heiðarveg. (meira…)
Bærinn til í stærri lyftu

Í síðustu viku funduðu fulltrúar bæjarins með hagsmunaaðilum vegna endurbyggingar upptökumannvirkja við Skipalyftuna. Seinni fundurinn var með þjónustuaðilum en þrjár hugmyndir eru uppi um stærð lyftunnar og er áætlaður kostnaður við þær frá 250 milljónum upp í 600 milljónir. Dýrari kostirnir þýða stærri lyftu sem gæti tekið upp stærri skip. (meira…)