Hagnaður varð af rekstri Vinnslustöðvarinnar að fjárhæð 2,9 milljónir evra, jafnvirði 530 milljóna króna á fyrri hluta ársins. Á sama tímabili í fyrra var rúmlega 3,4 milljóna evra hagnaður af rekstri félagsins. Heildartekjur félagsins voru 25 milljónir evra og drógust saman um 7,7 milljónir evra frá sama tímabili á fyrra ári eða um 23,5%. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, er nokkuð ánægður með útkomuna sé miðað við þá kreppu sem Ísland og heimsbyggðin gengur í gegn um.