Eyjamenn töpuðu fyrsta leik sínum í kvöld síðan 1. júlí eða nákvæmlega í tvo mánuði, þegar þeir sóttu KR-inga heim. Lokatölur urðu 3:0 en öll mörkin voru skoruð í síðari hálfleik. Fram að þessu höfðu Eyjamenn leikið sex leiki í röð án þess að tapa, þar af unnið síðustu fjóra leiki.