Söngvarar skjóta bolum í Eyjum

Sérstakri bolabyssu eða bolavörpu verður í kvöld beitt í Vestmannaeyjum til að varpa bolum frá Karlahópi Feministafélags Íslands til áhorfenda á tónleikum Sálarinnar og Í svörtum fötum. Munu forsprakkar sveitanna, Stefán „Stebbi Hilmars“ Hilmarsson og Jón Jósep „Jónsi“ Snæbjörnsson sjá um bolavarpið. (meira…)
Til heiðurs gömlu Íslandsmeisturunum sem voru Eyjamenn

Klukkan þrjú á föstudag heldur UMF Óðinn keppni í stangarstökki á setningarathöfn þjóðhátíðar og er hugsunin sú að heiðra stangar-stökkvara í Vestmannaeyjum sem áttu íslandsmet í stangarstökki karla svo áratugum skipti á fyrri hluta síðustu aldar. Voru þeir í sérflokki. Það var því ekki af ástæðulausu að stangarstökkið var kallað þjóðaríþrótt Eyjamanna á 20. öldinni. […]
Rétt náðu í þjóðhátíðarsmakkið

Lundaveiði hefur verið lítil á veiðitímabilinu sem er óvenju stutt eða fimm dagar eða frá 25. til 29. júlí, í gær miðvikudag. Veður hefur verið óhagstætt og lítið að hafa þegar norðanátt er ríkjandi eins og verið hefur undanfarna daga. Lundaveiðimenn sjá miklu meira af lunda á sjónum en í fyrra bæði undanfarna viku og […]
Heimamenn búnir að koma sér fyrir í Herjólfsdal

Tjöldun hvítu Þjóðhátíðartjaldanna hófst venju samkvæmt í gær þegar heimamenn mörkuðu sér svæði fyrir sitt tjald. Stemmningin minnti óneitanlega á villta vestrið þegar fátækir bændur börðust um landskikann en samkvæmt reglum átti ekki að hleypa inn á svæðið fyrr en átta í kvöld. Hins vegar var ekki við neitt ráðið og hófst leikurinn um klukkan […]
Mæðgin efst í Eyjum

Elínborg Jónsdóttir greiðir hæst opinber gjöld einstaklinga í Vestmannaeyjum í ár, alls rúmar 33,7 milljónir króna. Næstir koma Eyjólfur Guðjónsson með 24 milljónir og Magnús Kristinsson með rúmar 16 milljónir. Þau Elínborg og Eyjólfur munu vera mæðgin og tengjast útgerðarfyrirtækinu Gullbergi sem var sameinað Vinnslustöðinni í fyrra. Allir efstu gjaldendur í Vestmannaeyjum tengjast útgerð og […]
Stefnir í svipaðan fjölda og í fyrra

Allt stefnir í að þjóðhátíð verði fjölmenn og þegar farþegafjöldinn til Eyja er tekinn saman áttu 8. 618 farþegar bókað far með Herjólfi og flugi fyrir hátíðina. Farþegafjöldinn hjá Herjólfi miðast við vikuna fyrir þjóðhátíð þ.e. frá mánudegi til sunnudags og með flugi dagana fyrir hátíðina. Stefnir í svipaðan fjölda og í fyrra þegar um […]
Gríðarlegir yfirburðir gegn Augnabliki

Það verður seint sagt að KFS hafi lent í vandræðum í leikjum sínum gegn Augnabliki í sumar. Fyrsti leikur liðanna endaði 6:0 fyrir KFS, útileikurinn endaði 1:5 fyrir KFS og í kvöld unnu Eyjamenn 13:0 hvorki meira né minna. Yfirburðir KFS í leiknum voru algjörir en staðan í hálfleik var 5:0. Sigur KFS hefði í […]
Tjöldum leyfð í Herjólfsdal kl. 20.00 á fimmtudagskvöld

Nú þegar styttist í Þjóðhátíðina er fólk farið að huga að tjöldum sínum. Og svo er stóra málið, hvar verður hægt að setja það niður. Er plássið frá síðustu Þjóðhátíð á lausu, – vissara að láta ekki taka það af sér. – Það voru því nokkrir áhugasamir mættir í Dalinn seinnipartinn í dag til að […]
Samkomulag ÍBV-íþróttafélags undirritað í kvöld inn í Herjólfsdal

Samkomulag á milli aðalstjórnar ÍBV-Íþróttafélags og deilda félagsins, handknattleiksdeildar, knattspyrnudeildar karla og knattspyrnudeildar kvenna, verður undirritað í Herjólfsdal miðvikudagskvöldið 29. júlí n.k. kl. 22:00. (meira…)
Annar flokkur í undanúrslit bikarkeppninnar

Annar flokkur karla, sem leikur í C-deild Íslandsmótsins fór frækna för til Reykjavíkur í dag þar sem strákarnir léku gegn KR í átta liða úrslitum bikarkeppninnar. KR er langefst í A-deild Íslandsmótsins og af mörgum talið vera besta lið Íslandsmótsins en Eyjapeyjar létu það ekkert trufla sig. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Eyjapeyjar þrjú mörk […]