Allt stefnir í að þjóðhátíð verði fjölmenn og þegar farþegafjöldinn til Eyja er tekinn saman áttu 8. 618 farþegar bókað far með Herjólfi og flugi fyrir hátíðina. Farþegafjöldinn hjá Herjólfi miðast við vikuna fyrir þjóðhátíð þ.e. frá mánudegi til sunnudags og með flugi dagana fyrir hátíðina. Stefnir í svipaðan fjölda og í fyrra þegar um 11.000 manns mættu á þjóðhátíð. Var það að mati mótshaldara metaðsókn.