Nú þegar styttist í Þjóðhátíðina er fólk farið að huga að tjöldum sínum. Og svo er stóra málið, hvar verður hægt að setja það niður. Er plássið frá síðustu Þjóðhátíð á lausu, – vissara að láta ekki taka það af sér. – Það voru því nokkrir áhugasamir mættir í Dalinn seinnipartinn í dag til að merkja sér reit. Það er hinsvegar ekki leyfilegt fyrr en kl. 20.00 annað kvöld, fimmtudagskvöld