Veglegt �?jóðhátíðarblað í sölu eftir helgi

Þjóðhátíðarblaðið er nú klárt og verður komið í sölu eftir helgi. Gísli Hjartarson er ritstjóri blaðsins í ár en Þjóðhátíðarblaðið er fastur punktur í hátíðahöldunum hjá flestum Eyjamönnum. Í blaðinu er að finna fjölda áhugaverðra greina og viðtala auk þess sem blaðið er myndarlega myndskreytt með myndum frá Þjóðhátíðinni í gegnum árin. (meira…)

Eyjamenn áberandi í uppgjöri umferðarinnar

Vefurinn Fótbolti.net gerir upp 13. umferðina á vef sínum í dag en Eyjamenn eru áberandi í uppgjörinu. Christopher Clements, enski miðjumaðurinn frá Crewe Alexandra er leikmaður umferðarinnar en Clements hefur vaxið jafnt og þétt í sumar og er nú einn af lykilmönnum liðsins. Þá er Heimir Hallgrímsson þjálfari umferðarinnar en Heimir gerði tvær breytingar á […]

Sölvaferð hjá ÁTVR

Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu ætlar að standa fyrir sölvaferð á Reykjanesið á morgun, laugardag. Áætlað er að fjara verði við vitann kl. 14.30. (meira…)

Flottur leikur hjá okkur

Þetta var bara fjörugur leikur fannst mér. Við fengum fullt af færum, fengum mikið af dauðafærum og mér fannst þetta bara flottur leikur hjá okkur,” sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV þegar Eyjafréttir náðu í hann eftir glæsilegan sigur gegn Blikum í kvöld. Heimir segir að leikurinn hafi verið rökrétt framhald af bættum leik undanfarið. (meira…)

Glæsilegur útisigur Eyjamanna

Karlalið ÍBV kom svo sannarlega á óvart í kvöld með glæsilegum útisigri gegn Breiðabliki. Eyjamenn komust tvívegis yfir í fyrri hálfleik með mörkum Ajay Leitch-Smith og Chris Clements en í millitíðinni skoruðu Blikar. Heimamenn í Kópavogi komust svo yfir með tveimur mörkum í síðari hálfleik en þá tók Augustine Nsumba til sinna ráða, skoraði tvö […]

Eyjamenn sækja Breiðablik heim í kvöld

Í kvöld sækja Eyjamenn Breiðablik heim í Kópavoginn og hefst leikurinn klukkan 19.15. Blikar þóttu stálheppnir að fara með öll þrjú stigin frá Eyjum eftir fyrri viðureign liðanna og vilja leikmenn ÍBV vafalaust jafna metin í kvöld með sigri. Þrjú stig kæmu sér líka afar vel í fallbaráttu ÍBV-liðsins. (meira…)

Uppselt með Herjólfi til Eyja á fimmtudag

Ótrúlegt en satt, þá kemstu ekki með Herjólfi til Eyja á fimmtudag fyrir Þjóðhátíð nema þú sért nú þegar búin/n að kaupa miða. Uppselt er fyrir farþega, bíla, hunda, ketti og ísbíla þann 30.júlí. Hins vegar er pláss í næturferð aðfaranótt föstudags sem fer kl 02:00 frá Þorlákshöfn en ca 50 sæti eru laus svo […]

Varnarmennirnir sáu um KFR

KFS heldur áfram að gera góða hluti í 3. deildinni en liðið sótti nágranna sína KFR heim á Hvolsvöll í gærkvöldi. Eyjamenn hafa verið í efsta sæti B-riðils nánast í allt sumar og halda efsta sætinu með góðum útisigri í gær, lokatölur urðu 0:2. Það voru varnarmennirnir Sindri VIðarsson og Hilmar Björnsson sem skoruðu mörk […]

Hitað upp fyrir �?jóðhátíð á útvarpsstöðinni Suðurland FM 96,3

Frá miðvikudeginum 29. júlí til föstudagsins 31. júlí verður sérstakur upphitunar útvarpsþáttur fyrir Þjóðhátíð 2009 kl. 13-16 á Suðurland FM 96,3. Þátturinn, sem er í umsjá Bessa Hressa og Vignis Egils, nefnist Í brekkunni og verður öllu til tjaldað til að koma fólki í rétta gírinn. (meira…)