Það var ös í höfninni í morgun. Suðurey með 170 kör lítil, Drangavík rúm 100 kör eftir brælutúr fyrir vestan, náði alla leið norður á Hornbanka, Vestmannaey með 150 kör mest ýsu af Ingólfshöfða………..
Svo landaði Brynjólfur krabba og fiski. Einnig landaði snuddarinn Sólborg RE, einum gám.
Nú er ennþá komið í ljós að útgerðir hér í Eyjum borga lægsta verðið fyrir síldina eða 25 kall fyrir kílóið en aðrar útgerðir borga allt uppí 30 kr. Og frændur vorir í Færeyjum borga meira en 40 kall fyrir síldina, svo afkoman hlýtur að vera góð hjá þeim.