Um það leyti sem Magnús Kristinsson tók við skipinu Bergey í ágúst 2007 sagði hann í viðtali við DV, að allt sem hann gerði gengi upp. Þetta var skömmu áður en byrjaði að halla verulega undan fæti hjá Gnúpi, fjárfestingafélagi Magnúsar. Það þótti nokkur bjartsýni hjá Magnúsi að kaupa skipið á þeim tíma þar sem þorskkvóti á landsvísu hafði þá nýverið verið skertur. Magnús var hins vegar nokkuð brattur.