ÍBV mætir Fylki í kvöld

Kvennalið ÍBV mætir í kvöld úrvalsdeildarliði Fylkis í átta liða úrslitum VISA bikars kvenna. ÍBV spilar sem kunnugt er í 1. deild en hefur þó slegið út tvö úrvalsdeildarlið á leið sinn í átta liða úrslit, GRV og Aftureldingu/Fjölni. Fylkir er þó með betra lið en bæði þessi lið og verður því vafalaust um erfiðan […]
KFS með stórsigur á �?rótti Vogum

KFS vann stórsigur í kvöld á Þrótti Vogum þegar liðin áttust við á Þórsvelli í Vestmannaeyjum. Liðin leika í B-riðli 3. deildar en fyrsti leikur liðanna endaði með 2:4 sigri KFS. Lokatölur í kvöld urðu hins vegar 5:0 fyrir KFS en leikurinn var þó jafnari en lokatölurnar gefa til kynna. Staðan í hálfleik var 2:0. […]
Fjör í Skvísusundi

Hápunkti Goslokahátíðarinnar var náð með fjöri í Skvísusundi aðfaranótt sunnudagsins. Mikill fjöldi fólks sótti hátíðina í Eyjum og komu langflestir þeirra saman í Skvísusundinu þessa nótt. Þá eru krær sundsins opnaðar og heimamenn skemmta sjálfum sér og gestum með söng og gleði. Ljósmyndarar Eyjafrétta.is voru að sjálfsögðu á staðnum og hér að neðan má sjá […]
Breyting á áætlun Herjólfs í dag

Breyting hefur verið gerð á áætlun Herjólfs í dag. Skipið leggur af stað frá Þorlákshöfn klukkan 16.00 og frá Vestmannaeyjum klukkan 20.00. Seinni brottför frá Þorlákshöfn verður því um miðnætti. (meira…)
Töluverður erill hjá lögreglu um helgina

Töluverður erill var hjá lögreglu í vikunni sem leið og um helgin enda fjöldi fólks í bænum í tengslum við Goslokahátíð. Lögreglan hafði í nógu að snúast um helgina við að aðstoða fólk til sína heima enda var töluverð ölvun í bænum. Þá var nokkrum ungmennum vísað út af veitingastöðum bæjarins en þau höfðu ekki […]
Áætlun Herjólfs í dag

Eins og áður hefur komið fram siglir Herjólfur á annarri af tveimur vélum þessa dagana en unnið er að viðgerðum á hinni aðalvél skipsins. Fyrir vikið riðlast áætlun Herjólfs talsvert en tímasetning liggur fyrir á ferðum skipsins í dag. Herjólfur lagði af stað frá Eyjum nú klukkan 11.00 og fer frá Þorlákshöfn klukkan 15.00. (meira…)
KFS tekur á móti �?rótti Vogum í kvöld

KFS tekur á móti Þrótti Vogum í dag en leikur liðanna átti upphaflega að fara fram á laugardaginn. Þá var honum hins vegar frestað vegna veðurs. Á vef KSÍ er leikurinn auglýstur klukkan 16.00 í dag en Trausti Hjaltason, aðstoðarþjálfari félagsins hafði samband og sagði að leikurinn færi fram klukkan 20.00 á Þórsvelli. Leiðréttingunni er […]
Lamdi barnsmóður sína í augsýn barnanna

Maður var í dag dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir héraðsdómi Suðurlands, auk 300 þúsund króna skaðabótagreiðslu til barnsmóður sinnar fyrir líkamsárás, hótanir og brot gegn valdstjórninni. Þá þurfti hann að greiða allan sakarkostnað vegna málsins. (meira…)
Nauðsynlegt að fá nýtt skip til siglinga milli lands og Eyja

Það er vaxandi ferðamannastraumur til Vestmannaeyja og eru t.d. fleiri þúsund manns staddir þar flestar helgar sumarsins. Það eitt kallar á öflugar samgöngur milli lands og Eyja. Fyrir Eyjamenn sjálfa skiptir það höfuðatriði að geta stólað á öruggar samgöngur. Þótt þægilegt og gott sé að nýta sér flugið er það nú bæði mun dýrara en […]
Herjólfur væntanlegur til Eyja um hálf ellefu

Verulegar tafir hafa orðið á ferðum Herjólfs vegna bilunar í annarri af tveimur aðalvélum skipsins. Skipið hefur siglt á einni vél síðan bilunin kom upp og er nú á leið sinni frá Þorlákshöfn til Eyja. Samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð í Herjólfi verður skipið við bryggju í Eyjum um klukkan hálf ellefu á eftir. […]