Frábærar móttökur í Götu

Nú fer ferðalagi tuðrufaranna til Færeyja að ljúka en hópurinn flýgur til Íslands á föstudag. Hópurinn hefur dvalið í Færeyjum í rúma viku og notið frábærrar gestrisni heimamanna. Um helgina var siglt fylktu liði frá Þórhsöfn og til Götu. Á leiðinni var siglt fram á varðskipið Týr og tvö önnur varðskip. Móttökurnar í Götu voru […]
Bryggjuhátíð á Stokkseyri 17., 18., 19., og 20. júlí 2009

Bryggjuhátíð á Stokkseyri “Brú til brottfluttra” – “Vinir frá Vík” 17., 18., 19., og 20. júlí 2009 Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna hátíðardagana sem verður kynnt fljótlega á stokkseyri.is – í héraðsblöðum og útvarpi. (meira…)
Margrét Lára til Kristianstad

Landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir er hætt hjá sænska félaginu Linköping og gengur nú í raðir Kristianstad í sama landi út tímabilið. Hjá Kristianstad hittir hún fyrir Elísabetu Gunnarsdóttur fyrrverandi þjálfara sinn hjá Val og þrjá aðra íslenska leikmenn. (meira…)
Vegleg Goslokahátíð framundan

Í ár eru 36 ár frá gosi, miklu hefur verið kostað og vandað til, því það er vilji okkar að haldin sé vegleg Goslokahátíð ár hvert, þó stórafmælin verði eftir sem áður veigameiri. Eins og ávallt heldur Vetmannaeyjabær hátíðina öllum að kostnaðarlausu. Á því verður ekki gerð breyting. Sú nýbreytni er þó í ár að […]
Verðlagsmálin í makrílnum uppi á borðinu enn og aftur

Allt sæmilegt að frétta hér á aðaleyjunni. Veðrið leikur við okkur bæði til sjós og lands. Vídalín landaði fullfermi í morgun og Suðurey líka. Kap og Sighvatur koma með fullfermi af makríl í dag og Guðmundur líka, bæði með frosið og grút. Bátaflotinn er í ýsuleit en eitthvað er nú lítið um hana blessaða……… (meira…)
Ferjusiglingar Herjólfs ekki hluti af þjóðvegi

Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Eimskipi er heimilt að taka gjald af ferjusiglingum á milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Umboðsmanninum barst kvörtun um að gjaldtaka vegna ferjusiglinganna væri óheimil í ljósi þess að leiðin á milli Þorlákshafnar til Vestmannaeyja væri þjóðvegur. (meira…)
Margt býr í þokunni

Eftir sólríkan og heitan dag á Heimaey í gær, læddist Dalalæðan yfir eyjuna þegar leið á kvöldið. Það var sérstakt að líta yfir bæinn þar sem vesturbærinn var nánast alveg hulinn þoku en miðbærinn og austurbærinn voru undir heiðum himni. Ljósmyndarar Eyjafrétta fylgdust með, bæði ofan af Hánni og víðar af Eyjunni. Fleiri myndir má […]
Kajakræðari í vandræðum norðan við Stórhöfða

Um fimmtán mínútur yfir sex var Björgunarfélag Vestmannaeyja, lögregla og sjúkrabíll kallað út vegna kajakræðara sem var í vandræðum rétt norðan við Stórhöfða eða undir útsýnispalli sem þar er. Þegar björgunaraðilar komu á staðinn, höfðu ungmenni á gúmmíbát komið kajakræðaranum til hjálpar en lítil hætta var á ferðum. (meira…)
Ekkert óeðlilegt við ferðamáta dómara

„Það er ekkert einsdæmi að dómarar ferðist með liðum í útileiki eins og gert var í þessu tilviki. Svona hefur hátturinn verið á síðustu tvo áratugi í það minnsta og ekkert út á það að setja,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ í samtali við Eyjafréttir.is, þegar hann var spurður út í kvartanir Eyjamanna með ferðatilhögun […]
Verkferlar við mannaráðningar óljósir

Á bæjarstjórnarfundi í Akóges síðastliðinn fimmtudag var fyrsta mál á dagskrá umfjöllun um verkferla við ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ og samræming starfsreglna. Nýlegar ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ vöktu upp spurningar við ráðningaferlið en bæjarstjórn hyggst nú gera verkferlana skýrari. En eins og staðan er í dag, stangast bæjarmálasamþykkt, verklagsreglur og starfsmannastefna Vestmannaeyjabæjar á við hvert annað. (meira…)