�?rvalsdeildarliðið átti ekki möguleika gegn ÍBV

1. deildarlið ÍBV átti ekki í neinum vandræðum með úrvalsdeildarlið GRV þegar liðin mættust í VISA bikarkeppni kvenna í kvöld. Eyjastúlkur höfðu mikla yfirburði, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem nánast um einstefnu að marki GRV var að ræða. Síðari hálfleikur var jafnari en Eyjastúlkur skoruðu engu að síður tvö mörk og unnu að lokum […]

Vilja 100% veiðiskyldu í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi

Stjórn Sjómannafélagsins Jötuns hefur sent frá sér ályktun til Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Stjórn félagsins telur farsælla að auka veiðiskyldu í 100% í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Stjórnin telur ennfremur að fyrningarleiðin seti hagsmunamál sjómanna í mikið uppnám og að atvinnuöryggi þeirra verði ógnað. Ályktunina má lesa hér að neðan. (meira…)

Mæta GRV klukkan 19.00 á Hásteinsvelli

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu leikur í kvöld gegn GRV í VISA bikarkeppninni. Leikur liðanna fer fram á Hásteinsvelli og hefst klukkan 19.00. GRV leikur í Pepsídeild kvenna og hefur farið ágætlega af stað, vann m.a. Stjörnuna 1:0 á dögunum en Stjarnan er eitt af toppliðum efstu deildar. Það verður því væntanlega erfiður leikur sem bíður […]

Staða krónunnar

Sé það og les að menn eru hissa á að staða krónunnar er að veikjast. Þetta er í raun athyglisverð afstaða. Það þarf engan hagfræðing til þess að sjá ástæðu þessa. Ég held hreinlega að menn séu ekki að sjá heildarmyndina fyrir einhverju froðusnakki. Nefni hér nokkrar staðreyndir: (meira…)

Árlegur lundaheimsendir

Nýlega bárust fréttir af því að örfáir fuglafræðingar sem hafa atvinnu af því að rannsaka lífríki lundastofnsins í Vestmannaeyjum hefðu komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að takmarka mjög lundaveiðar eða banna þær vegna lélegrar nýliðunar. Þessar fréttir komu mér verulega á óvart vegna þess að lundastofninn er sérdeilis langt frá því að vera […]

Foreldrar ósáttir en Vestmannaeyjabær vinnur að málinu

Í síðasta tölublaði Frétta var að finna orðsendingu frá Foreldrafélagi væntanlegrar 5 ára deildar í Hamarsskóla þar sem félagið harmi þau tíðindi að engin faglærður leikskólakennari skyldi sjá sér fært að sækja um stöðu við hina nýju deild. Á vef Vestmannaeyjabæjar svarar Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs á þá leið að leitað verði allra […]

Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu ætla að hittast á laugardaginn

ÁTVR eða Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu ætlar að kalla Eyjamenn saman á laugardaginn í grill og samverustund. Hittast á við Félagsheimili starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðadal, Rafveituvegi 20, 110 Reykjavík. Fréttatilkynningu félagsins má sjá hér að neðan. (meira…)

Líf og fjör á Sumarhátíð leikskólanna

Í morgun var haldin Sumarhátíð leikskólanna í Vestmannaeyjum, sem er sameiginleg hátíð þar sem öll leikskólabörn í Vestmannaeyjum gera sér dagamun ásamt starfsfólki. Boðið var upp á ýmis leiktæki og svo fengu krakkarnir grillaðar pylsur og svaladrykk. (meira…)

Í minningu Dadda frá Bólstaðarhlíð

4. júní sl. voru liðin 50 ár frá því að Bjarni Ólafur Björnsson(Daddi) frá Bólstaðarhlíð hrapaði í Bjarnarey 24 ára gamall en hann var fæddur 9.mai 1935. Hann var þá við svartfuglseggjatöku í suðaustanverðri Eynni í svokallaðri Skoru. Með honum voru, HLöðver Johnsen frá Saltabergi, Örn Einarsson frá Brekku, Haukur Guðjónsson frá Reykjum og Ágúst […]

ÍBV og Volcano með Pub quiz á morgun

Eftir tveggja vikna hlé hefst Pepsi deildin aftur nk. sunnudag þegar ÍBV mætir Þrótti í Laugardalnum en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 sport. Til að koma stuðningsmönnum í gírinn aftur ætlar Knattspyrnudeild ÍBV að standa fyrir „Pub quiz“ spurningakeppni á Volcano Café á fimmtudaginn næstkomandi og hefst keppnin klukkan 21.00. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.