Ný heimasíða Íþróttabandalags Vestmannaeyja

Vefsíða Íþróttabandalags Vestmannaeyja hefur nú litið dagsins ljós á ný, eftir nokkurra ára fjarveru í netheimum. Síðunni er ætlað að tengja saman öll aðildarfélög bandalagsins, þaðan sem linkar eru inn á allar vefsíður þeirra aðildarfélaga sem á annað borð hafa slíka síðu. (meira…)

Nautilus heilsurækt á Hellu

Forsvarmenn Nautilus og sveitarfélagsins Rangárþings ytra skrifa undir samkomulag um opnun Nautilus heilsuræktar í dag klukkan 11. Heilsuræktin verður í húsnæði sundlaugarinnar á Hellu og verður áttunda heilsurækt Nautilus hér á landi. Nýverið var opnuð Nautilus heilsurækt á Selfossi og einnig er Nautilus heilsurækt í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. (meira…)

Tímabilið hófst á Fjölnisvelli

Það má segja að leiktímabilið hafi hafist hjá ÍBV í kvöld þegar liðið lék fimmta leik sinn í efstu deild. Til þessa hafði Eyjamönnum ekki lánast að skora, voru neðstir og án stiga. En það breyttist í kvöld, alls skoruðu Eyjamenn þrjú mörk og fengu þrjú, góð stig fyrir sigurinn á útivelli. Sigurinn fékkst með […]

�?riðji hluti farmsins flakaður og frystur

Álsey VE landaði 1100 tonnum af norsk- íslenskri síldinni á mið­viku­dagsmorgun.Ólafur Einarsson, skipstjóri, sagði að síldin hafi fengist 160 til 170 mílur norðaustur af Langa­nesi. „Við vorum rúma viku í túrn­um og það var svolítið fyrir því haft að ná þessu. Þetta er stór síld en frekar horuð og talsverð áta í henni, sagði Ólafur […]

Mikilvægur leikur hjá ÍBV í kvöld

Nú eftir um það bil hálftíma hefst fimmti leikur ÍBV í sumar þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn. Eins og flestir vita hefur ÍBV farið afar illa af stað á Íslandsmótinu, liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum, ekki skorað mark og er neðst í deildinni. Sigur í kvöld gæti þó létt brúnina á […]

Takk fyrir okkur og sjáumst að ári!

Tríkot og Lúðrasveit Vestmannaeyja vill koma á framfæri þakklæti til þeirra fjölmörgu sem bæði aðstoðuðu og mættu á tónleika sveitanna á laugardag. Það er hljómsveitarmeðlimum mikil hvatning að finna fyrir þeim meðbyr sem tónleikarnir fengu og nú þegar er komin krafa um tónleika að ári. (meira…)

Tíu skip við síldveiðar

Tíu skip, að minnsta kosti, eru nú byrjuð síldveiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum djúpt norðaustur af landinu. Tvö þeirra eru á landleið með afla og þrjú eru á útleið eftir löndun. Sjómenn segja að ekki sé kominn fullur kraftur í veiðarnar enn, og að talsvert þurfi að hafa fyrir hverju tonni sem fæst. Síldin er frekar […]

Langur laugardagur um helgina

Nú um helgina verður Fjölskylduhelgi Vestmannaeyjabæjar haldin í fimmta sinn. Samhliða fjölbreyttri dagskrá helgarinnar verður langur laugardagur hjá kaupmönnum bæjarins en verslanir verða opnar til 16.00 laugardaginn 30. maí. Vegabréfum verður dreift í hús en fjölskyldan fær stimpil í vegabréfið fyrir hvern dagskrárlið sem hún tekur þátt í. (meira…)

Sex Eyjamenn Norðurlandameistarar

Sex Eyjamenn skipuðu landslið lögreglumanna sem gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í íþróttinni um síðustu helgi. Íslenska liðið lagði Dani að velli 28:27, eftir að hafa verið 20:25 undir á lokakaflanum. Þá lagði íslenska liðið einnig Norðmenn að velli 26:25 en þetta er í fyrsta sinn sem íslenska liðið fagnar sigri í mótinu. […]

The Foreign Monkeys með útgáfutónleika á Sódóma í Reykjavík

Foreign Monkeys verða með útgáfutónleika á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu í kvöld, miðvikudagskvöld. Um er að ræða tvenna tónleika. Þeir fyrri hefjast kl. 18:00 og eru fyrir alla aldurshópa og þeir seinni er kl. 20:00 og er 20 ára aldurstakmark á þeim. Mammút sjá um að opna seinni tónleikana. 500 kall inn og platan á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.