Tíu skip, að minnsta kosti, eru nú byrjuð síldveiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum djúpt norðaustur af landinu. Tvö þeirra eru á landleið með afla og þrjú eru á útleið eftir löndun. Sjómenn segja að ekki sé kominn fullur kraftur í veiðarnar enn, og að talsvert þurfi að hafa fyrir hverju tonni sem fæst. Síldin er frekar horuð á þessum árstíma, en þó hefur verið hægt að vinna talsvert af henni til manneldis, en afgangurinn fer í bræðslu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst