Vortónleikar Skólalúðrasveitar Vestmannaeyja í kvöld

Í kvöld, miðvikudag verða haldnir Vortónleikar Skólalúðrasveitar Vestmannaeyja, sem er samsett úr sveitunum Míní-lú og Pínu-lú. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í Bæjarleikhúsinu við Heiðarveg. Í tilkynningu frá stjórnendum sveitarinnar segir að í Skólalúðrasveitinni spili grunnskólabörn úr báðum skóladeildum, Hamarsskóla og Barnaskóla. Efnisdagskrá tónleikanna verður fjölbreytt að vanda og er aðgangseyri stillt í hóf, aðeins 500 […]
Eftirlitsvélum komið upp við eignir Vestmannaeyjabæ

Nú er búið að koma upp eftirlitsvélum við nokkrur svæði í umsjón Vestmannaeyjabæjar. Vélarnar eru m.a. við Ráðhúströð og niður á Skanssvæðið, við útisvæði Þjónustumiðstöðvar og ekki síst við Skanssvæðið. Þar hafa reglulega verið unnar skemmdir á salernisaðstöðu svæðisins en á Skanssvæðinu er búið að koma upp tveimur myndavélum. (meira…)
Réðu pabba og eiginmanninn

Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, og Elliði Vignisson bæjarstjóri viku ekki af bæjarráðsfundi þegar fjallað var um ráðningu eiginmanns formannsins og föður bæjarstjórans í stöður á vegum Vestmannaeyjabæjar. (meira…)
KFS áfram í bikarnum

Í gærkvöldi lék KFS í 1. umferð VISA bikarsins en Eyjamenn sóttu þá nágranna sína í KFR heim á Hvolsvöll. Um hörkuleik var að ræða en Eyjamenn komust yfir strax á 16. mínútu með marki Ívars Róbertssonar en heimamenn jöfnuðu ellefu mínútum síðar. Það var svo Egill Jóhannsson sem kom KFS áfram með marki á […]
Heiðlóa verpir í Surtsey

Heiðlóa hefur verpt í Surtsey, í fyrsta sinn að því er talið er. Þá hafa hungangsflugur tekið sér bólfestu í eynni en þeirra hefur ekki orðið þar vart áður. Þetta kom í ljós í Surtseyjarleiðangri í síðustu viku. Leiðangurinn var farinn til að setja upp sjálfvirka veðurstöð í eynni sem skrásetja mun veðurfarið árið um […]
Fjármálanámskeið í Vestmannaeyjum

Íslandsbanki, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, býður viðskiptavinum sínum upp á fjármálafræðslu fyrir almenning. Markmið námskeiðsins er að veita ráðleggingar um flest sem snýr að fjármálum fjölskyldunnar. (meira…)
Ásmundur kominn með lykil að Garðinum

Ásmundur Friðriksson tók í morgun við lyklavöldum af bæjarskrifstofunni í Garði úr hendi Oddnýjar G. Harðardóttur, fráfarandi bæjarstjóra og núverandi alþingismanni. Ásmundur var formlega ráðinn bæjarstjóri í Garði sl. föstudag en Ásmundur verður bæjarstjóri út kjörtímabilið. Sveitarstjórnarkosningar eru vorið 2010. (meira…)
�?trúlegt en satt, Vestmannaeyingar að flytja út vatn til Arabalanda

Sú var tíðin í Vestmannaeyjum að íbúar þurftu að búa við það að safna rignarvatni í sérstaka brunna og nota til sinnar neyslu.Varla hefur þetta nú verið hollasta vatn í heimi og ekki var það gott á bragðið. Ef til vill er vatnið skýringin á því hvernig við Vestmannaeyingar erum sem þurftum lengi vel að […]
Hrein og tær snilld

Það er óhætt að segja að tónleikarnir Tríkot og Lúðró hafi heppnast einstaklega vel í gærkvöldi en húsfyllir var á tónleikunum, um 550 manns. Alls stóðu tónleikarnir yfir í rúma tvær klukkustundir þar sem hver smellurinn á fætur öðrum var fluttur af 50 manna sameiginlegri lúðrasveit frá Vestmannaeyjum og Reykjavík, stuðbandinu Tríkoti og gestasöngvurum en […]
ÍBV, spilling? og níu erfiðir dagar

Óska ÍBV strákunum til hamingju með góðan leik í dag þó að úrslitin hafi svo sannarlega verið gríðarleg vonbrigði. Betra liðið vinnur ekki alltaf, en fyrir mitt leiti fannst mér það vera viss sigur að geta sagt eftir leikinn, að við vorum svo sannarlega betri aðilinn í leiknum. Það vakti athygli mína grein í Fréttum […]