Oddastefna í �?jóðminjasafni Íslands

Oddastefna, árlegt málþing Oddafélagsins, um endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum, verður haldin í ráðstefnusal Þjóðminjasafns Íslands á laugardaginn frá klukkan 13:25 til 17. Þetta verður sautjánda Oddastefna frá hinni fyrstu árið 1992 en Oddafélagið var stofnaði í Odda á Rangárvöllum 1. desember 1990. (meira…)

Málsmeðferðin tók 3 ár

Hæstiréttur hefur dæmd karlmann á fertugsaldri í 5 mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Var ákveðið að skilorsbinda refsinguna vegna þess hve rannsókn málsins dróst lengi en maðurinn framdi brotið í ágúst 2006 þegar þjóðhátíð stóð yfir í Eyjum. Ákæra var þingfest í maí á síðasta ári. (meira…)

Klúbbamótinu í golfi flýtt

Þar sem veðurspáin fyrir helgina er ekki sérstaklega góð fyrir golfíþróttina, hefur stjórn Klúbbamótsins í golfi ákveðið að flýta mótinu til morgundagsins, fimmtudag, sem er almennur frídagur. Mótið hefst eins á sama tíma dags, mæting er 12.30 og ræst út á öllum teigum klukkan 13.00. (meira…)

Ásmundur Friðriksson ráðinn sveitarstjóri Gerðahrepps

Sveitarstjórn Gerðahrepps ákvað á fundi sínum í dag, að ráða Ásmund Friðriksson, fyrrverandi fiskverkanda í Eyjum, sem sveitarstjóra hreppsins. Er Ási ráðinn úr hópi um 50 umsækjenda. Ásmundur hefur undafarið búið í Reykjanesbæ og starfað þar sem verkefnastjóri hjá bæjarfélaginu. En nú verður breyting á. (meira…)

Herjólfur sigldi upp að Landeyjahöfn í gær

Farþegaskipið Herjólfur tók aukakrók á siglingu sinni til Eyja í gærkvöldi og kom við þar sem nú er verið að reisa nýja höfn í Bakkafjöru, Landeyjahöfn. Allt bendir til að skipið verði notað til siglinga í hina nýju höfn en þeir Guðmundur H. Bjarnason tók myndir úr landi og Óskar Pétur Friðriksson af sjó. Nánar […]

Allra, allra síðustu sýningar Rokkubusku

Í kvöld og á morgun verða allra, allra síðustu sýningar leikritsins Rokkubusku sem Leikfélag Vestmannaeyja og leikhópurinn Gleðigjafarnir sýna. Óhætt er að segja að verkið hafi slegið í gegn en upphaflega var áætlað að sýna einu sinni, hugsanlega tvisvar. Sýningarnar í vikunni eru hins vegar sjötta og sjöunda sýningin og hefur oftar en ekki verið […]

Á að fara Zimbabwe-leiðina að sjávarútvegi Íslendinga?

Inni í miðri Afríku sunnanverðri er land sem nú heitir Zimbabwe en hét áður Suður-Ródesía. Uppistaðan í efnahag þessa lands hefur löngum verið landbúnaður, einkum hveiti-, maís- og tóbaksrækt og nautgripabúskapur enda landið með afbrigðum frjósamt. (meira…)

Heiða stóð sig frábærlega í sínum fyrsta landsleik

Heiða Ingólfsdóttir, handknattleiksmarkvörður sem nú leikur með Haukum, lék sinn fyrsta A-landsleik í gærkvöldi þegar íslenska landsliðið lék gegn því svissneska. Leikurinn fór fram í Safamýrinni og lokatölur urðu 33:31 Íslandi í vil. Heiða kom inn á í síðari hálfleik og þótti sína frábær tilþrif enda varði hún átta skot í sínum fyrsta leik. (meira…)

Brotist inn á Kaffi María

Það bar helst til tíðinda hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum að brotist var inn á veitingastaðinn Kaffi María í miðbænum og þaðan stolið áfengi, líklega tveimur flöskum af Bacardi Breezer Lime. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki. Þá fylgdist lögregla með ungmennum sem fögnuðu próflokum í 10. bekk í Hrafnaklettum undir Helgafelli. Einhver ölvun […]

Margrét Tryggvadóttir er rödd Suðurkjördæmis

Margrét Tryggvadóttir, 10. þingmaður Suðurkjördæmis og eini þingmaður Borgarahreyfingunnar í kjördæminu, er eini þingmaður kjördæmisins sem kemst á mælendaskrá í umræðum um stefnuræðu forsetisráðherra í kvöld. Fyrir utan forsætisráðherra eru fjórtán þingmenn á mælendaskrá og athyglisvert að enginn annar flokkur velur þingmann úr Suðurkjördæmi til að taka þátt í umræðunum. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.