Athyglisverð sjávarútvegsráðstefna

Á morgun föstudag, verður haldin sjávarútvegsráðstefna á vegum Þekk­ingarseturs Vestmannaeyja í Höllinni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Þátttaka atvinnulífsins í rannsókn­um og nýsköpun í sjávarútvegi Ráðstefnan hefst kl. 9 og stendur til kl. 16.00. Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða saman fulltrúa atvinnulífsins og rannsóknastofnana til að ræða möguleika til frekara samstarfs sem gæti leitt til markvissari vinnu­bragða […]

Fyrning valdi gjaldþroti útgerða

Öll útgerðarfélög landsins verða orðin gjaldþrota eftir sjö ár verði fyrningarleið ríkisstjórnarflokkanna að veruleika. Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. (meira…)

Stjórnin mætir á Eurovision hátíð í Höllinni

Það verður sannkölluð Eurovision-hátíð í Höllinni Vetmannaeyjum þann 16. maí næstkomandi þegar Stjórnin, þessi eina sanna, ásamt Siggu Beinteins og Grétari Örvars munu sjá stuðið fram á rauða nótt. Auk þeirra mun Tina Turner tribut-band í flutningi Bryndísar Ásmunds og Siggu Beinteins koma fram. (meira…)

ÍBV enn spáð tíunda sæti

Nú fyrir skömmu var opinberuð spá fyrirliða og forráðamanna liða í Pepsí deild karla í knattspyrnu. Samkvæmt henni verða FH-ingar Íslandsmeistarar en Stjarnan og Þróttur falla. ÍBV er spáð tíunda og þriðja neðsta sæti en og virðast knattspekingar vera á einu máli um það enda er þetta þriðja spáin þar sem ÍBV er spáð þessu […]

Hafðist eftir bréfaskriftir og fundi með flugyfirvöldum

Ákveðið er að flugvöllurinn verð­ur opinn til klukkan 11 á kvöldin frá mánudegi til föstudags frá og með 15. maí til 15. ágúst. Þar með er horfið frá því að loka vellinum kl. sjö á kvöldin með tilheyrandi kostnaði og óþægind­um. Árni Johnsen, alþingismaður, sagði að þetta hefði fengist í gegn eftir bréfaskriftir og fundi […]

�?hemju þorskgengd

Sjómönnum ber saman um að langt sé síðan önnur eins þorskgengd hafi verið á miðunum kringum landið og nú, sérstaklega við suðurströndina. Skip hafa reynt að flýja þorskinn en sama er hvar reynt er, alls staðar er sama sagan. Vestmannaey VE kom inn á þriðju­dag og Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri, sagði að þeir hefðu hreinlega […]

Hætt við sumarlokun á flugvellinum í Eyjum

Flugvöllurinn í Vestmannaeyjum verður opinn til klukkan 23 frá mánudegi til föstudags frá og með 15. maí næstkomandi. Þetta var ákveðið á fundi hjá Flugstoðum ohf. í gær, í kjölfar gagnrýni frá íþróttahreyfingunni í Eyjum um fyrirhugaða styttingu þjónustutíma flugvallarins yfir sumartímann. (meira…)

Mesta úrkoma í Eyjum síðan 1881

Í stuttri greinargerð frá Veðurstofu Íslands kemur fram að nýtt úrkomumet hafi verið sett í Vestmannaeyjum en ekki hefur fallið meiri úrkoma í aprílmánuði síðan mælingar hófust 1881. Sömu sögu er að segja frá Eyrarbakka en þar hefur ekki fallið meiri úrkoma síðan 1881 en mælingar hafa farið þar fram með hléum. Greinargerð Veðurstofunnar má […]

Íþróttabandalag Vestmannaeyja þingar í kvöld

Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja verður haldið kvöld kl. 20.00 í Týsheimilinu. Á dagskrá eru hefðbundin þingstörf og er öllum heimil seta á þinginu. Íþóttabandalag Vestmannaeyjar eru einskonar regnhlífarsamtök íþróttahreyfingarinnar í Eyjum og innan þess eru öll íþróttafélög bæjarins. (meira…)

Smjörklípa ráðlausrar ríkisstjórnar

Nú hefur ráðlausa ríkisstjórnin eytt 10 dögum í að ræða um ESB aðild. Skýrt var í kosningabaráttunni að VG og Samfylking eru á öndverðum meiði í málinu. Samstarf flokkanna byggir því augljóslega ekki á málefnasamstöðu. Komandi þing mun að öllum líkindum snúast um þetta mál. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.