Á morgun föstudag, verður haldin sjávarútvegsráðstefna á vegum Þekkingarseturs Vestmannaeyja í Höllinni. Yfirskrift ráðstefnunnar er Þátttaka atvinnulífsins í rannsóknum og nýsköpun í sjávarútvegi Ráðstefnan hefst kl. 9 og stendur til kl. 16.00. Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða saman fulltrúa atvinnulífsins og rannsóknastofnana til að ræða möguleika til frekara samstarfs sem gæti leitt til markvissari vinnubragða við rannsóknir, eftirlit, veiðar og vinnslu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst