Nýja sundlaugin á Höfn vinsæl

Nýja sundlaugin á Höfn í Hornafirði hefur fengið góð viðbrögð gesta. Talið er að á annað þúsund manns hafi komið í sundlaugina á vígsludeginum, sumardaginn fyrsta. Margir hafa lagt leið sína í laugina fyrstu opnunardagana og notið þeirrar afþreyingar sem í boði er. (meira…)
Áhyggjufullir svínabændur

Svínabændur hafa áhyggjur af því að ef svínaflensa greinist hér á landi þá berist hún frá mönnum í svín. Svínabúin eru þó nokkuð lokuð sem getur hjálpað þeim að koma í veg fyrir að svo fari. Yfirdýralæknir sendi í morgun öllum svínabændum bréf þar sem þeir eru hvattir til að fara yfir smitvarnir hjá sér […]
Konukvöld á Ráðhúskaffi í kvöld

Heilsudögum í Þorlákshöfn lýkur í kvöld en þeir hafa staðið yfir alla vikuna. Frítt hefur verið í sund og líkamsrækt auk þess sem íbúar Ölfuss hafa getað spilað golf endurgjaldslaust. (meira…)
Risahumrar á Höfn

Í morgun voru nokkrir risahumrar á sveimi á Höfn í Hornafirði. Þetta voru útskrifarnemendur Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu að gera sér dagamun á síðasta kennsludegi. (meira…)
�?breytt miðaverð í Dalinn

Þjóðhátíðarnefnd hefur tekið þá ákvörðun að hækka ekki miðaverð í dalinn. Ekkert verður slegið af í skemmtannahaldi enda Eyjamenn ekki þekktir fyrir annað en gera þetta almennilega eða bara sleppa því. Miðaverðið er því 10.900 kr í forsölu en 12.900 við innganginn. (meira…)
Herrakvöld Síldarútvegsnefndar ÍBV verður haldið á morgun

Annað kvöld heldur Síldarútvegsnefnd ÍBV herrakvöld í Týsheimilinu þar sem boðið verður upp á mikla veislu í mat og drykk og öflugri skemmtiatriðum en menn eiga að venjast, m.a.s. í Vestmannaeyjum. Glæsilegir vinningar eru í boði og haldið verður uppboð á verkum helstu listamanna nútímans. Þá mun Heimir þjálfari kynna ÍBV-liðið og ræðumaður kvöldsins er […]
�?ll kynbótahross kvikmynduð

Fyrirtækið Ben Media í Hveragerði áætlar að kvikmynda öll kynbótahross á sýningum sem haldnar verða í Reykjavík, Hafnarfirði og á Hellu. Fyrirtækið var stofnað um mitt ár 2008 og hefur frá þeim tíma boðið upp á þá þjónustu að kvikmynda kynbótahross fyrir eigendur. Á þriðja hundrað hross hafa verið mynduð. (meira…)
Pylsuvagninn á Selfossi þrefaldaður

Það er engin kreppa hjá Ingunni Guðmundsdóttur og starfsfólki hennar í Pylsuvagninum á Selfossi því nú er verið að stækka vagninn um 52 fermetra, úr 28 í 80. Þriðjudaginn 9. júní verður þessi vinsæla stoppistöð við Ölfusárbrúna 25 ára og verður haldið upp á afmælið laugardaginn 13. júní. (meira…)
Ekið á tvö hross í Árnessýslu

Jeppa var ekið á tvö hross á Skeiðavegi í Árnessýslu á ellefta tímanum í gærkvöldi með þeim afleiðingum að annað hrossið drapst samstundis en hitt meiddist talsvert. Ökumann jeppans sakaði ekki, en bíllinn stórskemmdist og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl. (meira…)
Trippasýning í nýju reiðhöllinni á Flúðum

Hin árlega trippasýning Hrossaræktarfélags Hrunamanna sem haldin var á dögunum var fyrsta sýningin í nýju reiðhöllinni á Flúðum. Sýnd voru 36 veturgömul tryppi, 7 ungfolar og tveir stóðhestar sem verða til útleigu hjá Hrossaræktarfélaginu í sumar. (meira…)