Jeppa var ekið á tvö hross á Skeiðavegi í Árnessýslu á ellefta tímanum í gærkvöldi með þeim afleiðingum að annað hrossið drapst samstundis en hitt meiddist talsvert. Ökumann jeppans sakaði ekki, en bíllinn stórskemmdist og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst