Samfylkingin mun gera VG það sama og okkur í ríkisstjórn

Suðurlandið.is ræðir við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, nýjan leiðtoga sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, í tíunda kosningamyndbandinu. Ragnheiður Elín hefur verið þingmaður síðustu tvö ár fyrir flokkinn í Suðvesturkjördæmi. Hún skýrir kjördæmaskiptingu sína þannig að hún hafi verið að svara kalli flokksfélaga sinna úr Suðurkjördæmi. Ragnheiður Elín segir að Samfylkingin eigi eftir að gera Vinstri grænum það sama […]
Gleðigjafar stíga á fjalirnar

Það er mikið fjör í Bæjarleikhúsinu þessa dagana er verið er að vinna að leikritinu um Rokkubusku. Verkið er frumsamið af félögum í Leikfélagi Vestmannaeyja og leikhópnum Gleðigjafarnir en hann skipa fatlaðir listamenn. Það vantar þó ekkert upp á listræna túlkun í leikritinu og var mikil gleði á æfingunni þegar fréttamann Eyjafrétta bar að garði. […]
Lúðrasveitartónleikar á Selfossi

Lúðrasveit Þorlákshafnar heldur tónleika með nemendum Tónlistarskóla Árnesinga og barna- og unglingakór Selfosskirkju í Sunnulækjarskóla á Selfossi í dag klukkan 15. Æskan er æði er yfirskrift tónleikanna sem verða einnig haldnir í Ráðhúsi Ölfuss á sunnudaginn klukkan 15. (meira…)
Sumardagurinn fyrsti í Hveragerði

Hvergerðingar fagna sumardeginum fyrsta innan um vorgróður á Landbúnaðarháskólanum á Reykjum. Þar verður opið hús milli klukkan 10 og 18 í dag og boðið uppá fjölbreytta dagskrá. (meira…)
Sumardagurinn fyrsti á Selfossi

Skátafélagið Fossbúar sér um hátíðardagskrá í tilefni sumardagsins fyrsta á Selfossi í dag. Skrúðganga verður frá Vallaskóla – Sandvík og hefst hún klukkan 10:30. Gengið verður eftir Bankavegi, Sólvöllum, Reynivöllum, Austurvegi, Eyravegi og Kirkjuvegi að Selfosskirkju. Skáta og Lúðrasveit Selfoss ganga fyrir skrúðgöngunni. (meira…)
Skrúðganga frá Stakkó og sumargleði í Íþróttamiðstöðinni

Dagskrá sumardagsins fyrsta í Vestmannaeyjum hefst klukkan 11 þegar Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2009 verður heiðraður í Listaskóla Vestmannaeyja. Litla lúðrasveitin leikur við athöfnina. Klukkan 12:45 koma Eyjamenn saman við Ráðhúsið á Stakkó þaðan sem gengið verður að Íþróttamiðstöðinni. (meira…)
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur fagna sumri í Suðurkjördæmi

Samfylkingin á Selfossi heldur fjölskylduhátíð við Tryggvaskála á Selfossi í dag klukkan 14. Þar mun Ingó Veðurguð skemmta. Grillaðar verða pylsur og boðið verður upp á ís og gos. Í Vestmannaeyjum fer fram fjölskylduhátíð Sjálfstæðisflokksins í Ásgarði og hefst hún klukkan 15. Þar verða einnig grillaðar pylsur ásamt því sem boðið verður upp á andlitsmálningu, […]
Lundinn er kominn til Vestmannaeyja

Sést hefur til lunda á sjónum við Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Lundinn hefur þó ekki enn „sest upp“ eins og sagt er þegar fuglinn vitjar hola sinna í lundabyggðunum. Eftir því sem næst verður komist sást fyrst til lunda á sjónum við Vestmannaeyjar undir lok síðustu viku. (meira…)
Spenna á kosninganótt

Kosningarnar á laugardaginn, þegar landsmenn ganga að kjörborðinu, eru sennilega þær mest spennandi á Íslandi á síðustu árum. Ljóst er að sjálfstæðismenn verða fyrir afhroði, Framsókn gæti haldið sínu en bæði Samfylking og Vinstri grænir eru á fljúgandi siglingu. Af minni flokkunum virðist sem Frjálslyndir eigi verulega undir högg að sækja og ekki er útilokað […]
Dala-Rafn fær dæmdar skaðabætur vegna samráðs olíufélaga

Útgerðarfélagið Dala-Rafn ehf. í Vestmannaeyjum fékk í dag dæmdar í bætur 2,3 milljónir króna með vöxtum í Hérðasdómi Reykjavíkur vegna þess að sannað þótti að ólögmæt háttsemi olíufélaganna hafi valdið útgerðinni tjóni. Auk þessi voru félögin dæmd til að greiða eina milljón króna í málskostnað. Þórður Rafn Sigurðsson útgerðarmaður Dala – Rafns VE 508 sagðist […]