Forsætisráðherra á opnum fundi á Selfossi

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra verður heiðursgestur á opnum stjórnmálafundi Samfylkingarinnar á Hótel Selfossi klukkan 11 í dag. Fundarstjóri verður Björgvin G. Sigurðsson, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi. Samfylkingarfólk heldur áfram að dreifa íslenskum rósum og birki um kjördæmið í dag. Gengið verður í hús í Hveragerði í dag en Samfylkingin opnar kosningaskrifstofu þar að Reykjamörk 1 klukkan […]

300 manns á fjölskylduhátíð í Reykjanesbæ

Um 300 manns mættu á fjölskylduhátíð ungra sjálfstæðismana í Reykjanesbæ í gær. Slegið var upp stóru tjaldi á túninu við hliðina á Valgeirsbakaríi við Hólagötu í Njarðvík. Frambjóðendur grilluðu pylsur, nemendur úr Heiðarskóla sýndu atriði úr söngleiknum Frelsi, færeyski söngvarinn Jogvan flutti nokkur lög og vestmannaeyski trúbadorinn Jarl mætti á svæðið. Fleiri myndir fylgja fréttinni. […]

Samband garðyrkjubænda segir enga þjóðarsátt

Samband garðyrkjubænda ákvað á aðalfundi á föstudag að skrifa ekki undir samning við landbúnaðarráðherra um niðurskurð á greiðslum til bænda. Skrifað var undir við samtök sauðfjár- og kúabænda í dag um að stuðningur við bændur verði skertur um 800 milljónir frá síðasta ári. Garðyrkjubændur vilja fyrst fá afdráttarlausa yfirlýsingu um að hætt verði við fjórðungs […]

Samið við bændur um niðurskurð

Landbúnaðarráðherra hefur samið við Bændasamtök Íslands um hvernig niðurskurði á greiðslum til bænda verður háttað. Stuðningur við bændur minnkar um 800 milljónir samkvæmt fjárlögum 2009. Þrátt fyrir niðurskurðinn fá bændurnir tæpan níu og hálfan milljarð frá ríkinu á þessu ári. Réttaróvissa ríkti um skerðingarnar og því var nauðsynlegt að semja við bændur. Steingrímur J. Sigfússon, […]

Fyrningarkerfið er galin hugmynd

Suðurlandið.is ræðir við Árna Johnsen alþingismann í sjöunda kosningamyndbandinu. Árni sóttist eftir fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi en hlaut 2. sætið og Ragnheiður Elín Árnadóttir er nýr oddviti sjálfstæðismanna í kjördæminu. Árni segir að á áratuga stjórnmálaferli hafi hann aldrei áður orðið var við eins mikla ókyrrð og óvissu í þjóðfélaginu. Þetta speglist […]

Jafntefli í átta marka leik

Kvennalið ÍBV lék í gærkvöldi gegn GRV í B-deild Lengjubikars kvenna. Leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi en áður en yfir lauk höfðu átta mörk verið skoruð og lokatölur 4:4. Þórhildur Ólafsdóttir, leikmaður ÍBV heldur áfram að raða inn mörkunum en hún skoraði þrjú af fjórum mörkum Eyjastúlkna. (meira…)

Flugslysaæfingar í Keflavík og á �?órshöfn

Rúmlega 300 manns taka þátt í flugslysaæfingum á flugvöllunum í Keflavík og á Þórshöfn í dag. Í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að í Keflavík fari fram æfing á viðbrögðum samkvæmt neyðaráætlun vegna flugverndar. Æfingin er almannavarnaæfing þar sem allir viðbragðsþættir eru prófaðir fyrstu klukkustundir eftir flugslys. Líkt er eftir sprengjuhótun um borð í flugvél […]

Heiða í Unun spilaði hjá VG á Hellu

Vinstri græn opnuðu kosningaskrifstofu í Brennu á Hellu í gærkvöldi. Um 40 manns mættu og hlýddu á efstu frambjóðendur listans. Auk þeirra ávarpaði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, oddviti flokksins í Kraganum, samkomuna. Ragnheiður Eiríksdóttir, betur þekkt sem Heiða í Unun, flutti nokkur lög, en hún er í 13. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Skemmtilegar […]

150 ára saga mormóna á Íslandi og í Utah

Fred E. Woods, prófessor við Religious Studies Center við Brigham Young háskólann í Utah í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur á Bókasafni Vestmannaeyja í dag klukkan 14. Hann fjallar um bók sína Eldur á ís sem segir 150 ára sögu mormóna á Íslandi og í Utah. Fjallað er sérstaklega um tengsl trúskiptinga í Spanish Fork í Utah […]

Fjölskylduhátíð í Reykjanesbæ í dag

Fjölskylduhátíð ungra sjálfstæðismanna verður haldin í Reykjanesbæ í dag klukkan 12. Hátíðin fer fram í risa hátíðartjaldi á túninu við hliðina á Valgeirsbakaríi, við Hólagötu í Njarðvík. Frambjóðendur munu grilla pylsur, nemendur úr Heiðarskóla sýna atriði úr söngleiknum Frelsi og færeyski söngvarinn Jogvan flytur nokkur lög. Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir börnin og hoppukastali […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.