Landbúnaðarráðherra hefur samið við Bændasamtök Íslands um hvernig niðurskurði á greiðslum til bænda verður háttað. Stuðningur við bændur minnkar um 800 milljónir samkvæmt fjárlögum 2009. Þrátt fyrir niðurskurðinn fá bændurnir tæpan níu og hálfan milljarð frá ríkinu á þessu ári. Réttaróvissa ríkti um skerðingarnar og því var nauðsynlegt að semja við bændur. Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, skrifaði undir samning við samtök sauðfjár- og kúabænda í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst