Rúmlega 300 manns taka þátt í flugslysaæfingum á flugvöllunum í Keflavík og á Þórshöfn í dag. Í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að í Keflavík fari fram æfing á viðbrögðum samkvæmt neyðaráætlun vegna flugverndar. Æfingin er almannavarnaæfing þar sem allir viðbragðsþættir eru prófaðir fyrstu klukkustundir eftir flugslys. Líkt er eftir sprengjuhótun um borð í flugvél sem endar með slysi eftir lendingu og æfð samvinna viðbragðsaðila með áherslu á samþættingu beggja áætlana.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst